Verið að draga niður námið og umgjörð þess

Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, segir farveginn, sem málefni …
Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, segir farveginn, sem málefni skólans vera að fara í ekki vera góðan fyrir íslensku nemendur skólans. Það sé verið að draga nám þeirra niður og umgjörð þess. Samsett mynd mbl.is/Kristinn Magnússon/Eggert Jóhannesson

„Far­veg­ur­inn sem þetta mál er að fara í er ekki góður fyr­ir ís­lenska nem­end­ur mína, sem ég hef vissu­lega brugðist, því það er verið að draga námið þeirra niður og það er verið að draga niður um­gjörð þess.“

Þetta seg­ir Böðvar Bjarki Pét­urs­son, stofn­andi Kvik­mynda­skóla Íslands og starf­andi stjórn­ar­formaður skól­ans frá upp­hafi, í sam­tali við mbl.is. Kvik­mynda­skóli Íslands er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki en sjálf­ur á Böðvar Bjarki 36% hlut í Kvik­mynda­skóla Íslands og 50% hlut í The Icelandic Film School.

Vís­ar hann til þess að þekk­ing­ar­fyr­ir­tækið Raf­mennt hafi tekið við þrota­búi Kvik­mynda­skóla Íslands og sagt upp öll­um fag­stjór­um skól­ans ásamt rektor.

Böðvar Bjarki seg­ir ekk­ert til í skóla sem heit­ir: „Ég ætla að kenna illa í dag af því ég ætla að kenna vel síðar. Þú held­ur bara full­um gæðum alltaf eða bara hætt­ir,“ seg­ir hann og seg­ist óskap­lega hrædd­ur um að fyrstu skref­in sem Raf­mennt hafi sýnt með upp­sögn­un­um sé skýr yf­ir­lýs­ing um að draga námið og um­gjörð þess niður.

Auðvitað byggt á öðru fagi

Böðvar Bjarki held­ur áfram og skýr­ir sitt mál með því að greina stöðu skól­anna tveggja meðal þeirra 4-6 þúsund kvik­mynda­skóla sem eru starf­andi í heim­in­um.

„Þessi Sýr­lands-kvik­mynda­skóli sem Raf­mennt hef­ur verið að reka er svona í topp 4 þúsund. Svo erum við með Kvik­mynda­skóla Íslands sem er í topp 200.

Það kem­ur þarna topp 4 þúsund-skóli og tek­ur yfir topp 200-skóla og á hverju byrj­ar hann? Hann byrj­ar á að skera topp 200-skóla niður í starf­semi síns skóla í staðinn fyr­ir að reyna að læra, upp­færa sig og hækka stand­ar­dinn á sínu námi.

Þeir bara kunna þetta ekk­ert. Það er það sem er að. Þetta er auðvitað bara byggt á öðru fagi.“

Alþjóðleg­ar viður­kenn­ing­ar í stór­hættu

Talið berst að The Icelandic Film School, sem stend­ur einn eft­ir í kjöl­far gjaldþrots Kvik­mynda­skóla Íslands. Böðvar er beðinn að skýra frá því hvaða starf­semi fer fram í The Icelandic Film School og hvernig skól­arn­ir tveir tengj­ast.

Seg­ir hann að ætl­un­in hafi alltaf verið að Kvik­mynda­skóli Íslands myndi reka er­lenda deild og frá ár­inu 2004 hafi skól­inn verið rek­inn á tveim­ur kenni­töl­um. Kvik­mynda­skóli Íslands verið stofnaður 2003 en The Icelandic Film School hafi fengið kenni­tölu ári síðar.

Böðvar seg­ir að skól­arn­ir tveir hafi í raun alltaf verið sama stofn­un­in. Við þá hafi alltaf verið sama stjórn og sami rektor og að skól­arn­ir séu að öllu leyti sami skól­inn í sama hús­næði. Hins veg­ar hafi með þess­um hætti verið haldið sér­stak­lega utan um fjár­reiður er­lendu nem­end­anna til að gæta þess að op­in­bert fjár­magn færi ein­göngu í ís­lensku­mæl­andi deild.

Í The Icelandic Film School eru inn­heimt helm­ingi hærri skóla­gjöld en í Kvik­mynda­skóla Íslands enda renni eng­in op­in­ber fram­lög til skól­ans. Greiða nem­end­ur 8.500 evr­ur á önn en ann­irn­ar eru fjór­ar. Jafn­gilda skóla­gjöld á hvern nem­anda þá alls ríf­lega fimm millj­ón­um króna ef miðað er við allt námið.

Böðvar Bjarki seg­ir stöðuna óneit­an­lega vera mjög sér­staka.

„Ég er með 10 stúd­enta í The Icelandic Fim school og ástæða þess að ég er til­bú­inn að ræða við blaðamenn er að ég hef mikl­ar áhyggj­ur af því sem er að ger­ast með Kvik­mynda­skól­ann.

Það er verið að draga námið niður mjög hratt. Það er verið að segja upp fag­stjór­um og það er verið að segja upp rektor. Þetta virk­ar ekki þannig að það sé bara hægt að kaupa eitt­hvað nafn og síðan bara breyta öllu og halda að það sé það sama.

Það sem er hættu­legt við þetta er að Kvik­mynda­skóli Íslands er með mjög verðmæt­ar alþjóðleg­ar viður­kenn­ing­ar sem eru bara í stór­hættu út af þess­ari vit­leysu.“

Eru að lenda í stór­kost­leg­um vand­ræðum

Böðvar seg­ir Icelandic Film School enn starfa í sama hús­næði en skól­inn er með sér­stak­an leigu­samn­ing um ákveðinn hluta af hús­inu við eig­end­ur þess.

„Inni í The Icelandic Film School erum við að reyna að halda í ein­hvern vísi af gamla skól­an­um og slá­um ekk­ert af reglu­verki þar þó við séum ekki mjög sterk eft­ir öll þessi læti.

Við erum að lenda í stór­kost­leg­um vand­ræðum því The Icelandic Film School er ekki með skrán­ingu í nein­um kerf­um neins staðar, sem ger­ir að verk­um að ég er að missa út­lend­ing­ana út. Það er eig­in­lega al­veg sama hvar niður er borið, manni er gert erfitt fyr­ir,“ seg­ir Böðvar Bjarki.

Nú er hann að opna fyr­ir viðræður við há­skólaráðuneytið þar sem hann ósk­ar þess að mál skól­ans verði af­greitt með ein­hverj­um hætti.

„Það verður þá bara að sam­eina þetta aft­ur því Raf­mennt er að fara að búa til eitt­hvað allt annað dæmi, það er bara al­veg greini­legt,“ seg­ir hann.

Til­bún­ir með áætl­un

Böðvar seg­ir ekki hægt að láta Kvik­mynda­skól­ann ein­an bera ábyrgð á því slysi sem varð.

„Við vilj­um bara halda áfram að fá okk­ar samn­inga. Ég er bú­inn að vera að reyna að snúa umræðunni og fá meiri yf­ir­veg­un í hana.

Auðvitað hefði ég viljað reyna að kaupa þetta bú til baka. Það er nátt­úru­lega óþolandi að menn séu að tapa þarna fé sem eiga ekk­ert að tapa fé og að á sama tíma liggi pen­ing­ar inni á fjár­lagaliðnum.“

Seg­ir Böðvar Bjarki að um leið og ráðuneytið opni fyr­ir glufu um að það ætli sér að viður­kenna skól­ann og lausn verði fund­in, séu aðstand­end­ur skól­ans til­bún­ir með áætl­un.

„Við erum með viður­kennd­an evr­ópsk­an kvik­mynda­há­skóla til að koma með okk­ur, sem að ein­hverju leyti get­ur tekið okk­ur í ábyrgð ef það er það sem ríkið vill.

Þá vilj­um við kalla til bak­hjarla og fá fleiri að skól­an­um. Við vilj­um leggja fram til­boð sem hef­ur að geyma að ein­hverju leyti ein­hverj­ar nýj­ung­ar,“ seg­ir Böðvar Bjarki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert