Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga, en í dag má gera ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt og 5-10 m/s.
Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast norðaustan til.
Ekki verða miklar breytingar á veðrinu á morgun, þó verður heldur hægari vindur en í dag og skúrir á víð og dreif, þó síst á Norður- og Austurlandi. Hiti á bilinu 6 til 12 stig yfir daginn.
Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðaustan 5-13. Skýjað með köflum og að mestu þurrt, en fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 8-15 og víða rigning. Hiti 2 til 8 stig. Norðlægari um kvöldið með slyddu, en úrkomulítið á sunnanverðu landinu.
Á fimmtudag:
Snýst í vestlæga átt og léttir víða til, en skýjað við vesturströndina. Hiti yfir daginn frá 3 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 12 stig á Suðausturlandi.
Á föstudag:
Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið á Suðaustur- og Austurlandi.