Víðáttumikil og hægfara lægð stjórnar veðrinu

Gera má ráð fyrir vætu öðru hverju sunnan- og vestanlands …
Gera má ráð fyrir vætu öðru hverju sunnan- og vestanlands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðáttu­mik­il og hæg­fara lægð suðvest­ur af land­inu stjórn­ar veðrinu næstu daga, en í dag má gera ráð fyr­ir sunn­an- og suðaustanátt og 5-10 m/​s.

Skýjað og væta öðru hverju sunn­an- og vest­an­lands, en bjart á norðaust­an­verðu land­inu. Hiti verður á bil­inu 7 til 15 stig, hlýj­ast norðaust­an til.

Ekki verða mikl­ar breyt­ing­ar á veðrinu á morg­un, þó verður held­ur hæg­ari vind­ur en í dag og skúr­ir á víð og dreif, þó síst á Norður- og Aust­ur­landi. Hiti á bil­inu 6 til 12 stig yfir dag­inn.

Veður­horf­ur á land­inu næstu daga:

Á sunnu­dag og mánu­dag:

Suðlæg eða breyti­leg átt 3-10 m/​s og skúr­ir, en þurrt að kalla á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi. Hiti 6 til 12 stig yfir dag­inn.

Á þriðju­dag:

Sunn­an og suðaust­an 5-13. Skýjað með köfl­um og að mestu þurrt, en fer að rigna sunn­an­lands um kvöldið. Hiti breyt­ist lítið.

Á miðviku­dag:

Breyti­leg átt 8-15 og víða rign­ing. Hiti 2 til 8 stig. Norðlæg­ari um kvöldið með slyddu, en úr­komu­lítið á sunn­an­verðu land­inu.

Á fimmtu­dag:

Snýst í vest­læga átt og létt­ir víða til, en skýjað við vest­ur­strönd­ina. Hiti yfir dag­inn frá 3 stig­um í innsveit­um norðaust­an­lands, upp í 12 stig á Suðaust­ur­landi.

Á föstu­dag:

Suðvestanátt og rign­ing, en úr­komu­lítið á Suðaust­ur- og Aust­ur­landi.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert