Björn plokkaði í fjarveru Höllu

Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, setti Stóra plokkdaginn …
Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, setti Stóra plokkdaginn í fjarveru Höllu. mbl.is/Ólafur Árdal

Stóri plokk­dag­ur­inn var sett­ur í átt­unda sinn í morg­un við end­ur­vinnslu­stöð Sorpu í Jafna­seli í Breiðholti en um er að ræða lang­stærsta ein­staka hreins­un­ar­verk­efni á Íslandi.

Björn Skúla­son, eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands, setti dag­inn í stað Höllu, sem er á heim­leið frá út­för Frans páfa í Róm.

Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, plokkar með fólkinu …
Björn Skúla­son, eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands, plokk­ar með fólk­inu í dag. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

All­ir fengu diskósúpu

Birni til halds og trausts voru þau Jón Karl Ólafs­son, um­dæm­is­stjóri Rótarý á Íslandi, og Elín Birna Bjarn­finns­dótt­ir, plokk­ari frá Eyr­ar­bakka, en sveit­ar­fé­lagið Árborg verðlaunaði hana í fyrra fyr­ir fram­lag sitt til fegr­un­ar þess. Elín plokk­ar all­an árs­ins hring og los­ar nátt­úr­una við mikið magn af plasti og rusli.

Fyrsti Stóri plokk­dag­ur­inn var hald­inn áríð 2018 en síðan hef­ur deg­in­um vaxið ásmeg­in. Rótarýhreyf­ing­in á Íslandi skipu­legg­ur dag­inn í sam­vinnu við Lands­virkj­un og um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið.

Lang­flest sveit­ar­fé­lög taka þátt í verk­efn­inu og fjöldi fyr­ir­tækja nýt­ir dag­inn og dag­ana í kring til að taka til hend­inni sem og hverfa- og fé­laga­sam­tök um allt land.

Plokkað var frá klukk­an 10 til 12 í dag í Efra-Breiðholti og að plokk­inu loknu buðu sam­tök gegn mat­ar­sóun öll­um þátt­tak­end­um upp á svo­kallaða diskósúpu.

Áslaug Thelma Einarsdottir, einn skipuleggjenda Stóra plokkdagsins, Björn Skúlason, eiginmaður …
Áslaug Thelma Ein­ars­dott­ir, einn skipu­leggj­enda Stóra plokk­dags­ins, Björn Skúla­son, eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands og Ein­ar Bárðar­son, upp­hafsmaður og einn skipu­leggj­enda. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Plokkviðburðir víða um land

Margs kon­ar plokkviðburði er að finna um allt land um helg­ina, sem hægt að kynna sér nán­ar á síðunni Plokk á Íslandi á Face­book.

Starfs­fólk Sorpu mun taka vel á móti plokk­ur­um og er öll­um vel­komið að skila afrakstri plokks­ins á næstu end­ur­vinnslu­stöð.

Reykja­vík­ur­borg tek­ur á morg­un við ábend­ing­um um hvert sækja megi plokkað rusl í síma 411 8440 og þá er þægi­legt að senda ábend­ing­ar um slíkt í gegn­um ábend­inga­vef borg­ar­inn­ar. Fleiri sveit­ar­fé­lög bjóða upp á sam­bæri­lega þjón­ustu sem hægt er að kynna sér á vefj­um þeirra eða sam­fé­lags­miðlum.

Vel var mætt á setningu Stóra plokkdagsins í dag. Öllum …
Vel var mætt á setn­ingu Stóra plokk­dags­ins í dag. Öllum var boðið upp á diskósúpu að plokki loknu. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert