Fréttamaðurinn Bogi Ágústsson les sinn síðasta fréttatíma á Ríkisútvarpinu á morgun.
Þetta tilkynnti Birta Björnsdóttir fréttaþulur í kvöldfréttum RÚV.
„Við minnum á sögulegan fréttatíma á morgun en það verður síðasti fréttatíminn sem Bogi Ágústsson les,“ sagði Birta.
Bogi er 73 ára, en hann er fæddur árið 1952. Hann hefur starfað lengi í fjölmiðlum og er flestum landsmönnum kunnur. Þegar Bogi fagnaði 70 ára afmæli sínu gerði hann verktakasamning við RÚV um fréttalestur og hefur hann sinnti því verkefni síðustu ár.