Bogi les sinn síðasta frétta­tíma

Bogi Ágústsson.
Bogi Ágústsson. RÚV

Fréttamaður­inn Bogi Ágústs­son les sinn síðasta frétta­tíma á Rík­is­út­varp­inu á morg­un. 

Þetta til­kynnti Birta Björns­dótt­ir fréttaþulur í kvöld­frétt­um RÚV.

„Við minn­um á sögu­leg­an frétta­tíma á morg­un en það verður síðasti frétta­tím­inn sem Bogi Ágústs­son les,“ sagði Birta.

Bogi er 73 ára, en hann er fædd­ur árið 1952. Hann hef­ur starfað lengi í fjöl­miðlum og er flest­um lands­mönn­um kunn­ur. Þegar Bogi fagnaði 70 ára af­mæli sínu gerði hann verk­taka­samn­ing við RÚV um frétta­lest­ur og hef­ur hann sinnti því verk­efni síðustu ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert