Ekki geti allir lifað í nábýli við dýr

Morgunblaðið/Eggert

„Að þessu sögðu þá leggst Hús­eig­enda­fé­lagið gegn þeirri til­lögu að víkja svo mjög frá meg­in­regl­um laga um fjöleign­ar­hús á kostnað þeirra sem ekki geta eða treysta sér til að búa í ná­býli við hunda og ketti.“

Þetta kem­ur fram í um­sögn Hús­eig­enda­fé­lags­ins um frum­varp til breyt­inga á lög­um um fjöleign­ar­hús nr. 26/​1994. Vel­ferðar­nefnd Alþing­is óskaði eft­ir um­sögn fé­lags­ins við frum­varpið. Í Hús­eig­enda­fé­lag­inu eru um 10.000 fé­lags­menn.

Lög­um um fjöleign­ar­hús er ætlað að búa til ramma utan um ná­býli fólks í fjöleign­ar­hús­um og er þar tekið til­lit til ólíkra hópa ein­stak­linga, seg­ir í um­sögn fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert