„Að þessu sögðu þá leggst Húseigendafélagið gegn þeirri tillögu að víkja svo mjög frá meginreglum laga um fjöleignarhús á kostnað þeirra sem ekki geta eða treysta sér til að búa í nábýli við hunda og ketti.“
Þetta kemur fram í umsögn Húseigendafélagsins um frumvarp til breytinga á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994. Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn félagsins við frumvarpið. Í Húseigendafélaginu eru um 10.000 félagsmenn.
Lögum um fjöleignarhús er ætlað að búa til ramma utan um nábýli fólks í fjöleignarhúsum og er þar tekið tillit til ólíkra hópa einstaklinga, segir í umsögn félagsins.
Þannig gangi lögin út frá lýðræði í slíkum húsum þar sem ákvarðanir eru að jafnaði teknar á löglega boðuðum húsfundum þar sem allir eigendur fjöleignarhúsa eiga kost á að mæta og koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri. Þá séu í lögunum reglur um það hvemig ákvarðanir eru teknar í fjöleignarhúsum.
Þær reglur sem nú gilda um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum hafa þótt sanngjarnar og taka tillit til hagsmuna þeirra sem vilja halda gæludýr í fjöleignarhúsum og þeirra sem ekki geta eða treysta sér til að búa í nábýli við slík dýr.
„Með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er einungis horft til sjónarmiða þeirra sem vilja halda hunda og ketti í fjöleignarhúsum á kostnað þeirra sem ekki geta eða treysta sér til að hafa slík dýr í sínu nábýli,“ segir í umsögninni.
Það sé ekki hægt að líta fram hjá því að ekki geta allir lifað í nábýli við hunda og ketti, t.d. vegna ofnæmis eða hræðslu við slík dýr. Verði frumvarpið að lögum séu þeir einstaklingar settir í þá stöðu að þurfa annaðhvort að fá 2/3 hluta eigenda fjöleignarhúsa með sér í að banna dýr sem flytja í fjöleignarhúsið eða hrökklast úr eignum sínum.
„Með slíkri lagasetningu er vikið gróflega frá meginreglum laganna sem byggjast á lýðræði,“ segir í umsögninni.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.