Fólk á leið úr landi ekki vistað vikum saman

Heimilt er á grundvelli útlendingalaga að úrskurða menn í gæsluvarðhald, …
Heimilt er á grundvelli útlendingalaga að úrskurða menn í gæsluvarðhald, sem ekki hafa landvistarleyfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birg­ir Jónas­son, sett­ur fang­els­is­mála­stjóri, kann­ast ekki við að ein­stak­ling­ar, sem bíði brott­vís­un­ar frá Íslandi, séu vistaðir í marg­ar vik­ur við óviðun­andi aðstæður í fanga­geymsl­um lög­reglu. Hann seg­ir kerfið sprungið og að það vanti rými.

Afstaða, fé­lag fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, sendi frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem þessu var haldið fram.

Birg­ir seg­ir rétt að ein­stak­ling­ar, sem bíði brott­vís­un­ar frá Íslandi, séu vistaðir í fanga­geymsl­um lög­reglu og tek­ur hann und­ir það að ekki sé um viðun­andi stöðu að ræða enda fanga­geymsl­ur lög­reglu ekki hannaðar til þessa.

Sér­stök heim­ild í lög­um

Seg­ist hann telja að nú um stund­ir sé um fjóra ein­stak­linga að ræða, sem ekki er hægt að vista hjá Fang­els­is­mála­stofn­un. Kann­ast hann ekki við að tug­ir ein­stak­linga hafi verið vistaðir með þess­um hætti á hverj­um tíma en það geti vel verið að þegar safn­ist sam­an að fjöldi þeirra geti náð ein­hverj­um tug­um.

„Það er heim­ilt á grund­velli út­lend­ingalaga að úr­sk­urða menn í gæslu­v­arðhald, sem ekki hafa land­vist­ar­leyfi og það er það sem er gert.

Í lög­um um fulln­ustu refs­inga er heim­ild til að vista gæslu­v­arðhalds­fanga í fanga­geymsl­um lög­reglu en ekki leng­ur en í fjóra sól­ar­hringa, nema sér­stak­ar aðstæður séu fyr­ir hendi. Nú eru sér­stak­ar aðstæður sem eru þær að fang­els­in eru bara yf­ir­full,“ seg­ir Birg­ir.

Hann kann­ast ekki við að fang­ar séu vistaðir við þess­ar aðstæður í marg­ar vik­ur en seg­ist kann­ast við að um sé að ræða ein­hverja daga, hugs­an­lega allt að eina viku.

„Þetta eru ein­stak­ling­ar í gæslu­v­arðhaldi og þegar þeir eru vistaðir hjá lög­reglu eru þeir á for­ræði viðkom­andi lög­reglu­stjóra. Ég hugsa að hann geti svarað þessu bet­ur, vilji hann það.

Ég get að mörgu leyti tekið und­ir þess­ar áhyggj­ur en ég get ekki staðfest meðferðina á þess­um föng­um að öðru leyti.“

Birg­ir seg­ir marga sam­verk­andi þætti valda því að þessi staða sé uppi. Brotaþróun hafi breyst. Mik­ill fjöldi inn­flutn­ings­mála hafa komið upp þar sem er­lend burðardýr koma hingað til lands með fíkni­efni og er mik­il aukn­ing á slíku.

Þá hafi bæði fleiri mann­dráps­mál komið upp og fleiri mann­dráp­stilraun­ir. Þá seg­ir hann að al­var­legri brot séu að koma til fulln­ustu.

„Kerfið er sprungið og það vant­ar rými, sem eru ekki hrist fram úr erm­inni. Það hef­ur verið vitað í nokkuð lang­an tíma og ég hugsa að okk­ur vanti um það bil 20 rými hér og nú þó það sé erfitt að segja til um það þar sem það eru svo marg­ar breyt­ur í þessu.“

Birgir Jónasson, settur forstjóri Fangelsismálastofnunar.
Birg­ir Jónas­son, sett­ur for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. mbl.is/​Há­kon Páls­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert