Ökumaður gripinn á 110 kílómetra hraða

Fjórir hafi gistu í fangageymslu í nótt.
Fjórir hafi gistu í fangageymslu í nótt. mbl.is/Eggert

Ökumaður var stöðvaður í aust­ur­borg­inni vegna of hraðs akst­urs í gær­kvöldi. Ók hann á 110 km/​klst. þar sem leyfi­leg­ur há­marks­hraði er 60 km/​klst.

Þetta kem­ur meðal ann­ars fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um frá klukk­an 17 í gær til 5 í dag.

Þar seg­ir að fjór­ir hafi gist í fanga­geymslu í nótt og 54 mál hafi verið bókuð í kerf­um lög­reglu á tíma­bil­inu.

Þrír öku­menn til viðbót­ar voru stöðvaðir við akst­ur við hefðbundið um­ferðareft­ir­lit og hand­tekn­ir vegna gruns um að vera und­ir áhrif­um áv­ana- eða fíkni­efna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert