Hundrað ára öldungur bauð í veislu

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á tónleikum sínum í Húnaveri sumardaginn fyrsta, er …
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á tónleikum sínum í Húnaveri sumardaginn fyrsta, er haldið var upp á 100 ára afmæli kórsins. Fleiri afmælistónleikar hafa verið haldnir. mbl.is/Jón Sigurðsson

Karla­kór Bólstaðar­hlíðar­hrepps í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu fagn­ar um þess­ar mund­ir 100 ára af­mæli sínu. Af því til­efni hafa verið haldn­ir nokkr­ir tón­leik­ar í vet­ur, eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu, en sér­stök af­mæl­is­veisla var hald­in í fé­lags­heim­il­inu Húna­veri sum­ar­dag­inn fyrsta, þar sem gest­um var boðið til kaffi­sam­sæt­is og tón­leika­halds um leið. Húna­ver hef­ur verið sam­astaður kórs­ins í ára­tugi og því þótti við hæfi að efna þar til af­mæl­is­veisl­unn­ar.

„Hundrað ára öld­ung­ur­inn bauð í al­vörukaffi­boð, þetta var eins og risa­ferm­ing­ar­veisla. Kven­fé­lagið í hreppn­um sá um kaffi­veit­ing­arn­ar og gerði það glæsi­lega. Við sung­um nokk­ur lög og fólk spjallaði sam­an yfir kaffi og með því. Það var gam­an að gera þetta sum­ar­dag­inn fyrsta, í miklu blíðviðri,“ seg­ir Hösk­uld­ur Birk­ir Erl­ings­son formaður karla­kórs­ins við Morg­un­blaðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert