Ný akrein lögð fyrir strætó

Hin nýja forgangsakrein byrjar við Háaleitisbraut og mun liggja að …
Hin nýja forgangsakrein byrjar við Háaleitisbraut og mun liggja að Miklubraut. Hún verður 400 metra löng og mun nýtast strætó vel. Morgunblaðið/sisi

Vega­gerðin hef­ur fengið fram­kvæmda­leyfi vegna nýrr­ar ak­rein­ar á 400 metra kafla meðfram Kringlu­mýr­ar­braut til suðurs frá gatna­mót­um Háa­leit­is­braut­ar og að Miklu­braut. Ekki verða gerðar breyt­ing­ar á gatna­mót­un­um sjálf­um. Miðeyj­an verður minnkuð og end­ur­gerð, nú­ver­andi girðing fjar­lægð og komið fyr­ir vegriði í miðeyju.

Á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur var samþykkt að gefa út leyfi og skrif­stofu stjórn­sýslu og gæða falið að gefa það út.

Í svari Sig­ríðar Ingu Sig­urðardótt­ur, sér­fræðings á sam­skipta­deild Vega­gerðar­inn­ar, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins kem­ur fram að mark­miðið með upp­bygg­ingu for­gangsak­rein­ar á Kringlu­mýr­ar­braut er að gera stræt­is­vögn­um kleift að kom­ast leiðar sinn­ar á þess­um kafla, óháð ann­arri um­ferð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert