Plokkað um allt land

Hópur sjálfboðaliða frá Rótarýklúbbi Akureyrar fóru fyrir plokkurum í höfuðstað …
Hópur sjálfboðaliða frá Rótarýklúbbi Akureyrar fóru fyrir plokkurum í höfuðstað Norðurlands í dag. mbl.is/Þorgeir

Stóri plokk­dag­ur­inn er í dag og ým­iss kon­ar viðburðir fóru fram víðs veg­ar um landið að því til­efni.

Björn Skúla­son, eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands, setti Stóra plokk­dag­inn form­lega við end­ur­vinnslu­stöð Sorpu í Jafna­seli í Breiðholti en plokk­ar­ar í öll­um lands­hlut­um létu ekki sitt eft­ir liggja og söfnuðu alls kyns rusli og drasli bæði í þétt- og dreif­býli.

Á Ak­ur­eyri og Sauðár­króki fór hóp­ur sjálf­boðaliða frá Rótarý­klúbb­un­um fyr­ir plokk­ur­um.

Bergþóra Ásmundsdóttir plokkari.
Bergþóra Ásmunds­dótt­ir plokk­ari. mbl.is/Þ​or­geir
Rótarýfélagar á Sauðárkróki og íbúar í Skagafirði plokkuðu víða í …
Rótarý­fé­lag­ar á Sauðár­króki og íbú­ar í Skagaf­irði plokkuðu víða í blíðviðri í dag.

Plokk­ar­ar fengu hress­ingu að verki loknu

Öflug­ur hóp­ur mætti til verka í Keldu­hverfi í Norðurþingi. Viðburður­inn var sam­vinnu­verk­efni Rót­ar­skots í Norðaustri og Kven­fé­lags Keld­hverf­inga.

Allt rusl meðfram þjóðveg­in­um í gegn um sveit­ina var hreinsað eft­ir því sem fram kem­ur í færslu Guðmund­ar Bald­vins Guðmunds­son­ar, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjórn­ar­manns.

Á Tálknafirði var plokkað í góðu veðri. Mæt­ing­in var fín og boðið var upp á hress­ingu að plokki loknu.

Plokkað á Tálknafirði í dag í góðu veðri.
Plokkað á Tálknafirði í dag í góðu veðri. Ljós­mynd/​face­book/​Plokk á Íslandi
Veitingar að plokki loknu á Tálknafirði voru ekkert slor.
Veit­ing­ar að plokki loknu á Tálknafirði voru ekk­ert slor. Ljós­mynd/​face­book/​Plokk á Íslandi

Fiskikör á Þing­eyri og tug­ir poka á Flúðum

Afrakst­ur Þing­eyr­inga fyllti tvö stór fiskikör og gott bet­ur en það. Spýtna­braki og járna­drasli verður komið á end­ur­vinnslu­stöð og göml­um miðstöðvarofni fund­inn betri staður. 

Þingeyringar komu saman og plokkuðu…þetta er afraksturinn😁gleðilegan plokkdag.
Þing­eyr­ing­ar komu sam­an og plokkuðu…þetta er afrakst­ur­inn😁gleðileg­an plokk­dag. Ljós­mynd/​face­book/​Plokk á Íslandi

Ása María Ásgeirs­dótt­ir tíndi um 90 rusla­poka á Flúðum og ná­grenni í fyrra. Þegar hún gaf sér tíma í miðju plokk­verk­efni í dag til að taka sjálfu var hún kom­in í um 40 poka.

Skjá­skot/​face­book/​Plokk á Íslandi

Eyr­ar­bakki á af­kasta­mik­inn plokk­ara

Einn þekkt­asti plokk­ari lands­ins er á Eyr­ar­bakka en Elín Birna Bjarn­finns­dótt­ir plokk­ar all­an árs­ins hring og los­ar nátt­úr­una við mikið magn af plasti og rusli.

Sveit­ung­ar henn­ar létu ekki sitt eft­ir liggja.

Plokkað á Eyrarbakka.
Plokkað á Eyr­ar­bakka. Ljós­mynd/​face­book/​Plokk á Íslandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert