Sigmundur Davíð smitaður af E.coli?

Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality
    Skip in 5...

    Það var líf í tusk­un­um á sam­fé­lags­miðlum stjórn­mála­fólks­ins í vik­unni sem nú er að líða und­ir lok. Páska­stemn­ing­in var alls­ráðandi og veður­sæld­in lék við unga sem aldna. Nú er sum­arið sko komið, ekk­ert „jinx“ þar.

    Sam­fé­lags­miðlar ís­lensks stjórn­mála­fólks eru alltaf und­ir smá­sjá og því sem þar fer fram gert skil með reglu­bundn­um og skemmti­leg­um hætti í Spurs­mál­um. Yf­ir­ferðina má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði eða í rituðu máli hér að neðan.

    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þarf nauðsynlega á kennslu í matreiðslu að …
    Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son þarf nauðsyn­lega á kennslu í mat­reiðslu að halda. Sam­sett mynd

    All­ir að pásk­ast 

    Þá er elsta hátíð krist­inna manna ný­af­staðin og all­ir mann­legu hamstr­arn­ir komn­ir í „back to basics“ gír­inn. Beint á hamstra­hjólið að hlaupa hring eft­ir hring því hjól kapí­tal­ism­ans mega aldrei hætta að snú­ast. Von­andi gátu all­ir notið páska­hátíðar­inn­ar jafn­vel og póli­tík­us­arn­ir okk­ar, sem marg­ir hverj­ir páskuðu yfir sig og notuðu fríið í að fara upp um fjöll og firn­indi og gera alls kon­ar páska­legt og skemmti­legt. Reynd­ar er þetta lið enn í páskafríi. Annað en við hamstr­arn­ir. Næsti þing­fund­ur er ekki fyrr en á morg­un, mánu­dag­inn 28. apríl.

    Viðreisn­ar­fólkið páskaði vel yfir sig ef marka má páska­eggja færsl­ur þeirra og var páskastrák­ur­inn Jón Gn­arr þar í aðal­hlut­verki.

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Viðreisn (@vi­dreisn)

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Jón Gn­arr (@jongn­arr)

    Máls­hátt­ur Sönnu hitti í mark

    Svo kjömsuðu auðvitað all­ir páska­eggj­um, þess­um næst­um því tveim­ur millj­ón­um páska­eggj­um sem fram­leidd voru og seld­ust upp, og deildu máls­hátt­un­um úr þeim á bæði „grammið“ og „feisið“. Sanna Magda­lena fékk nátt­úru­lega mest viðeig­andi máls­hátt „ever“ líkt og sjá má á meðfylgj­andi færslu. Hon­um hlýt­ur að hafa verið komið fyr­ir sér­stak­lega í eggið henn­ar, get­ur ekki annað verið. Allt á suðupunkti hjá sósí­al­ist­um, all­ir fá­tæk­ir og allt í volli eins og vana­lega.

    Hvorki ókurt­eis né smár

    En Snúlli Más­son hann fékk ekki jafn „spot on“ máls­hátt og Sanna því hann er hvorki ókurt­eis né neitt sér­lega lít­ill maður. Alla vega ekki í sam­an­b­urði við Diljá Mist í það minnsta.

    Spurn­ing hvort sama niður­drep­andi geng­is­fell­ing máls­hátt­ar­ins eigi við hér? Ómögu­legt að segja til um hvað Snúlli Más seg­ir við því.

    Gúrme páska­steik ala Simmi Dabbi

    Sig­mund­ur Davíð græjaði sér gúrme páska­steik af dýr­ari gerðinni; „beef tartare“ var það heill­in. Von­andi er hann ekki sárþjáður af E.coli bakt­eríu­sýk­ingu. Það er mik­il­vægt að gegn­steikja mat­væli úr naut­grip­um. Talað um við 71° „at le­ast“. Það þarf nú ein­hver að fara kenna þess­um gæja á elda­vél - hann er orðinn fimm­tug­ur sko.

    Fjalla-Halla á fullu farti

    Halla Hrund eða Fjalla-Halla, eins og hún stund­um kölluð, fór upp á fjöll og firn­indi með fjöll­unni um pásk­ana og er ör­ugg­lega með massa harðsperr­ur eft­ir alla hreyf­ing­una.

    Sól og sæla í Sand­eyja­höfn

    Bryn­dís Har­alds skellti sér til Vest­manna­eyja um pásk­ana. Þar gerðust und­ur og stór­merki því það sást til sólu nokkra daga í röð og Sand­eyja­höfn í topp­st­andi. Mjólk og brauð og allt til í búðunum - al­ger­lega „amaz­ing“.

    Fyr og flamme í skíðabrekk­un­um

    Jens Garðar kynja­kvóta­karl fór á skíði með spúsu sinni og þrátt fyr­ir að hann sé orðinn stirður og gam­all karl þá gekk það klakk­laust fyr­ir sig. Nú ókei! Hann er ekk­ert svo gam­all þrátt fyr­ir allt gráa hárið. 1976, hann er fædd­ur 1976! Benjam­in Butt­on hvað?

    Blóm­leg borg á sum­ar­dag­inn fyrsta

    Heyrðu já, svo var ann­ar frí­dag­ur í vik­unni ótengd­ur pásk­un­um, sum­ar­dag­ur­inn fyrsti. Svaka lúx­us fyr­ir okk­ur hamstr­ana að fá einn frí­dag til viðbót­ar. Enda nenn­um við ekk­ert að vinna en Heiða Björg, borg­ar­stjóri naut sum­ar­dags­ins fyrsta bet­ur en marg­ir í blóm­legri Reykja­vík­ur­borg og sól­skin­inu sæla. Þetta verður geggjað sum­ar. Siggi storm­ur seg­ir það!

    Amma Inga og krafta­verk­in öll

    Inga Sæ­land þakkaði fyr­ir stuðning­inn síðasta krafta­verka vet­ur eins og hún kall­ar það. Takk sömu­leiðis Inga mín. Mikið krafta­verk að Nike skórn­ir hafi fund­ist! Þess­ar ömm­ur sko, þær geta allt.

    Sum­ar-Dag­ur kom­inn úr dvala

    Nýr-Dag­ur, sum­ar-dag­ur. Dag­ur B. nýtti sum­ar­dag­inn fyrsta í að „tana“ á sér smettið. Hann kann þetta kall­inn. Njóta ekki þjóta.

    Kristrún púll­ar Nokia stíg­vél­in

    Eins og áður sagði geng­ur K-Frost í öll störf og sinnti hún vor­verk­um í kring­um heim­ili sitt í gömlu góðu Nokia stíg­vél­un­um. Það er al­veg sama í hverslags lufs­um hún geng­ur hún er alltaf flott­ust.

    Sum­arsjálf­an fyrsta tek­in alla leið

    Sum­arið kom þegar sum­arsjá­fl­an datt í hús frá Pawel okk­ar allra besta Bartoszek og er þetta sú fyrsta af mörg­um frá sjálfu­kóng­in­um þetta sum­arið. Þetta er bara rétt að byrja.

    Frá Ak­ur­eyri til Kuala Lump­ur

    Ingi­björg Isak­sen fram­sókn­ar­maddama flaug frá Ak­ur­eyri til Kuala Lump­ur í vik­unni. Hún tók allt heila ferðalagið sam­an og skellti í eitt örví­djó til að sýna okk­ur hinum, sótsvört­um almúg­an­um, hvað hún hef­ur það „nice“. Flug­legg­ur eft­ir flug­legg - svaka stuð. Við sam­gleðjumst hér á klak­an­um enda al­veg tíu gráður og lít­ur út fyr­ir að það sé al­veg bráðum að koma bongó.

     Nýj­asti þátt­ur Spurs­mála er í heild sinni aðgengi­leg­ur í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert