Stór skjálfti í Bárðarbungu

Tveir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst í Bárðarbungu …
Tveir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst í Bárðarbungu um helgina. Kort/map.is

Jarðskjálfti að stærð 3,5 mæld­ist í Bárðarbungu skömmu eft­ir tólf á há­degi í dag. Skjálft­ar af þess­ari stærð eru al­geng­ir í Bárðarbungu, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

Síðasti skjálfti í Bárðarbungu var aðfaranótt laug­ar­dags og mæld­ist sá 3,2.

Um venju­lega virkni er að ræða sam­kvæmt Minn­ey Sig­urðardótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðingi á nátt­úru­vakt Veður­stof­unn­ar.

Viðbrögð met­in hverju sinni

„Það er bara mjög venju­leg virkni í Bárðarbungu að við séum að fá svona einn og einn þrist upp í fjarka. Við feng­um nokkra 15. apríl og þá náðu ein­hverj­ir upp í fjóra komma eitt­hvað, þannig að þetta ger­ist al­veg reglu­lega,“ seg­ir Minn­ey.

Hún seg­ir einn og einn stór­an skjálfta ekki setja ugg að sér­fræðing­um en ef marg­ir stærri skjálft­ar komi á til­tölu­lega stutt­um tíma og sér­fræðing­ar fari að sjá að um hrinu sé að ræða fari þeir að rýna bet­ur í svæðið. Með stór­um skjálfta seg­ir Minn­ey að átt sé við skjálfta yfir 3 að stærð.

Seg­ir hún viðbrögð við skjálft­um met­in hverju sinni.

„Erum við að sjá óróa eða ekki og hvað fylg­ir virkn­inni? Ef við fáum þrjá fjóra stóra skjálfta er staðan alltaf met­in en það þarf ekki að kveikja á nein­um viðvör­un­ar­bjöll­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert