Þokkalegt veður og allt að 11 gráður í dag

Rólegt veður verður í dag en mögulega rignir smá á …
Rólegt veður verður í dag en mögulega rignir smá á Suður- og Vesturlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bú­ast má við þokka­legu veðri víða á land­inu í dag og næstu vik­una að sögn veður­fræðings. Hita­stig gæti náð ell­efu gráðum á Suður­landi í dag.

Veður­fræðing­ur skrif­ar á vef Veður­stof­unn­ar að út­lit sé fyr­ir frem­ur hæg­an vind og skúra­leiðing­ar á Suður- og Vest­ur­landi í dag, þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og aust­an­lands, en lík­ur á þoku­slæðingi úti við sjó­inn.

Á morg­un nái lík­lega ein­hverj­ar skúr­ir norður yfir heiðar, en ann­ars er spáð svipuðu veðri áfram. Hiti verður 6 til 12 stig yfir dag­inn.

Á þriðju­dag má bú­ast við vax­andi sunn­an- og suðaustanátt, 8-15 m/​s und­ir kvöld, hvass­ast vest­ast. Bjart verður aust­an til, ann­ars skýjað en dá­litl­ar skúr­ir. Fer að rigna sunn­an- og vest­an­lands um kvöldið. Hiti verður 6 til 12 stig.

Á miðviku­dag er út­lit fyr­ir suðlæga eða breyti­lega átt 8-15 m/​s og rign­ingu eða skúr­ir, einkum sunn­an og vest­an til. Hiti verður 5 til 10 stig. Norðvest­læg­ari og dreg­ur úr vætu um kvöldið.

Á fimmtu­dag má svo gera ráð fyr­ir vest­lægri átt 8-15 m/​s og dá­lít­illi rign­ingu, en verður að mestu þurrt á Suðaust­ur- og Aust­ur­landi. Hiti breyt­ist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert