Umferðaróhapp varð í Melasveit, skammt frá Akranesi, fyrir skömmu síðan.
Þorvarður Andri Hauksson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að um minniháttar umferðaróhapp sé að ræða og engin slys hafi orðið á fólki.
Vinna er í gangi á vettvangi.