Viðgerð bíði betri skilyrða

ME travel bætir tjónið en það stendur upp á borgina …
ME travel bætir tjónið en það stendur upp á borgina að gera við flötina. mbl.is/Árni Sæberg

Enn hef­ur ekki verið gert við skemmd­ir á gras­flöt­inni við hið sögu­fræga hús Höfða í Borg­ar­túni.

Rúta frá ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu ME tra­vel skildi þar eft­ir sig stór sár í flöt­inni í fe­brú­ar, þegar hún lenti í sjálf­heldu og reyndi að snúa við.

Í sam­ráði við trygg­ing­ar­fé­lag ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins

Eva Bergþóra Guðbergs­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að beðið hafi verið eft­ir rétta árs­tím­an­um og veður­skil­yrðunum sem og því að jarðveg­ur myndi þorna svo kjöraðstæður myndu skap­ast til að gera við skemmd­irn­ar og ganga frá flöt­inni.

Borg­in vinn­ur málið í sam­ráði við trygg­inga­fé­lag ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins.

Ásmund­ur Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri ME tra­vel, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann hafi sjálf­ur kosið að gert hefði verið við flöt­ina strax. Hann seg­ist ekki al­veg skilja hvers vegna þurfi að bíða eft­ir betri aðstæðum.

Ásmund­ur seg­ir enn frem­ur að tjónið sé minnst eft­ir rút­una. Það hafi fyrst og fremst orðið þegar rút­an var dreg­in af flöt­inni. Kunn­áttu hafi skort hjá þeim sem báru ábyrgð á þeirri aðgerð og hefðu eyðilagt gras­flöt­ina.

Hann ít­rek­ar, það sem hann hef­ur áður sagt, að fyr­ir­tækið bæti tjónið en það standi upp á borg­ina að gera við flöt­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert