Vill ekki hræða landsmenn til að ganga í ESB

Kristrún ræddi við The Wall Street Journal.
Kristrún ræddi við The Wall Street Journal. mbl.is/Eyþór

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra vill ekki hræða Íslend­inga til að greiða at­kvæði með aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið (ESB).

Þetta kem­ur fram í viðtali sem hún veitti banda­ríska miðlin­um The Wall Street Journal. 

Rík­is­stjórn Kristrún­ar hef­ur boðað að fyr­ir lok árs 2027 verði þjóðinni gef­inn kost­ur á að kjósa um hvort hefja skuli aðild­ar­viðræður við ESB.

Í frétt­inni er komið inn á áhuga Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á Græn­landi og varn­ir Íslands. 

Fram kem­ur að Kristrún vilji forðast það að Íslend­ing­ar líti á þjóðar­at­kvæðagreiðsluna sem val á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. 

Þá kem­ur fram að flokks­bróðir Kristrún­ar, Dag­ur B. Eggerts­son, telji að mögu­lega þurfi að flýta þjóðar­at­kvæðagreiðslu vegna stefnu­breyt­ing­ar Banda­ríkj­anna og breytts hlut­verk Evr­ópu­ríkja á alþjóðavett­vangi. 

Dagur vill skoða að flýta atkvæðagreiðslunni.
Dag­ur vill skoða að flýta at­kvæðagreiðslunni. mbl.is/​mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert