Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekki hræða Íslendinga til að greiða atkvæði með aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB).
Þetta kemur fram í viðtali sem hún veitti bandaríska miðlinum The Wall Street Journal.
Ríkisstjórn Kristrúnar hefur boðað að fyrir lok árs 2027 verði þjóðinni gefinn kostur á að kjósa um hvort hefja skuli aðildarviðræður við ESB.
Í fréttinni er komið inn á áhuga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Grænlandi og varnir Íslands.
Fram kemur að Kristrún vilji forðast það að Íslendingar líti á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem val á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Þá kemur fram að flokksbróðir Kristrúnar, Dagur B. Eggertsson, telji að mögulega þurfi að flýta þjóðaratkvæðagreiðslu vegna stefnubreytingar Bandaríkjanna og breytts hlutverk Evrópuríkja á alþjóðavettvangi.