Frá því í byrjun apríl hafa skemmdarverk verið framin á um 15-20 bílum í Vogahverfi Laugardals í Reykjavík. Talið er að þrír ungir drengir standi að baki skemmdarverkunum en þeir hafa náðst á upptöku vera að rispa bíla með steinum.
Einn íbúi í hverfinu segir drengina hafa framið skemmdarverk á tveimur bílum sínum.
Ásamt því að rispa bílana höfðu drengirnir einnig komið fyrir nöglum og grjóti fyrir aftan dekk bílanna sem myndi þá valda skemmdum ef bílunum hefði verið bakkað úr bílastæðum sínum.
Jafnframt segist íbúinn lítið heyra frá lögreglu sem hefur verið tilkynnt um skemmdirnar.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.