15-20 bílar skemmdir

Nagla hefur hér verið komið fyrir við dekk einnar bifreiðar.
Nagla hefur hér verið komið fyrir við dekk einnar bifreiðar. Ljósmynd/Eyjólfur Jóhannsson

Frá því í byrj­un apríl hafa skemmd­ar­verk verið fram­in á um 15-20 bíl­um í Voga­hverfi Laug­ar­dals í Reykja­vík. Talið er að þrír ung­ir dreng­ir standi að baki skemmd­ar­verk­un­um en þeir hafa náðst á upp­töku vera að rispa bíla með stein­um.

Einn íbúi í hverf­inu seg­ir dreng­ina hafa framið skemmd­ar­verk á tveim­ur bíl­um sín­um.

Ásamt því að rispa bíl­ana höfðu dreng­irn­ir einnig komið fyr­ir nögl­um og grjóti fyr­ir aft­an dekk bíl­anna sem myndi þá valda skemmd­um ef bíl­un­um hefði verið bakkað úr bíla­stæðum sín­um.

Jafn­framt seg­ist íbú­inn lítið heyra frá lög­reglu sem hef­ur verið til­kynnt um skemmd­irn­ar. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert