„73 ára gamall karl hættir í vinnunni“

„Mér líður í sjálfu sér eng­an veg­inn,“ seg­ir fréttamaður­inn Bogi Ágústs­son spurður um til­finn­ing­una sem fylg­ir því að hann muni lesa sinn síðasta frétta­tíma í kvöld. Um mik­il tíma­mót er að ræða því Bogi hef­ur verið á skján­um í nær 50 ár þar sem hann hef­ur flutt frétt­ir fyr­ir Íslend­inga.

Spurður um at­hygli annarra fjöl­miðla á þess­um tíma­mót­um þá seg­ir Bogi að öðrum þræði kitli það hé­gómagirn­ina en á sama tíma átti hann sig ekki á því hvers vegna gert sé veður út af þessu.

„Ég hef aldrei verið mikið fyr­ir það að halda upp á af­mæli eða annað slíkt og það er í sjálfu sér vert að spyrja sig að því; hvers vegna er merki­legt þegar 73 ára gam­all karl hætt­ir í vinn­unni.“ seg­ir Bogi kím­inn.

Hann hóf frétta­lest­ur seint á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar og hef­ur því verið á skjám lands­manna í nær 50 ár.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri ásamt Boga fyrir síðustu útsendinguna.
Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri ásamt Boga fyr­ir síðustu út­send­ing­una. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vill forðast það að verða grjót­fúlt gam­al­menni 

Held­urðu að þú mun­ir sakna þess að lesa frétt­ir?

„Al­veg ör­ugg­lega, þetta var stór part­ur af mínu lífi mjög lengi þó að það hafi breyst á und­an­förn­um árum og ég hef trappað þetta niður. Ég ætla bara að vona að ég muni ekki horfa upp á aðra fréttaþuli og hugsa með sjálf­um mér; ég hefði nú gert þetta bet­ur,“ seg­ir Bogi.

Bæt­ir hann því við að hann vilji forðast það í lengstu lög að verða grjót­fúlt gam­al­menni sem telji sig vita bet­ur.

„Á meðan maður hef­ur heilsu til þá held ég að það sé al­veg hægt,“ seg­ir Bogi.

Mynd úr safni Morgunblaðsins frá 1989.
Mynd úr safni Morg­un­blaðsins frá 1989.

Vand­virkni, heiðarleiki og virðing 

Hann seg­ir aðra fréttaþuli hafa leitað til hans í gegn­um tíðina en sjálf­ur er hann lítið fyr­ir að troða sín­um aðferðum upp á fólk. 

„Það þarf hver og einn að finna sinn stíl, finna sjálf­an sig og vera af­slappaður. Það þarf að nálg­ast þetta af vand­virkni, heiðarleika og virðingu fyr­ir viðfangs­efn­inu auk þess að und­ir­búa sig vel,“ seg­ir Bogi. 

Hef­ur sloppið við stór­vægi­leg ax­ar­sköft 

Er ein­hver hápunkt­ur sem stend­ur upp og kannski mis­tök líka?

„Hápunkt­arn­ir eru ansi marg­ir þegar maður er bú­inn að vera 50 ár í blaðamennsku, bæði ánægju­leg­ir en líka hlut­ir sem eru erfiðir. Ég get til­tekið að erfiðast þótti mér að fjalla um snjóflóðin fyr­ir vest­an, bæði á Súðavík og Flat­eyri,“ seg­ir Bogi.

Hvað mis­tök­in varðar þá seg­ir Bogi að hann hafi sloppið „nokkuð vel“ frá sínu.

„Ég held að þetta hafi sloppið bless­un­ar­lega hingað til. Það er kannski helst þegar ég var fréttamaður í Dan­mörku, þá talaði ég ein­hvern tím­ann um moskusnaut en þau heita sauðnaut á ís­lensku. Svona smá­vill­ur hafa farið í taug­arn­ar á mér en sem bet­ur fer hef ég sloppið við stór­vægi­leg ax­ar­sköft,“ seg­ir Bogi.

Bogi í kosningasjónvarpi Sjónvarpsins árið 2002 ásamt Elínu Hirst.
Bogi í kosn­inga­sjón­varpi Sjón­varps­ins árið 2002 ásamt El­ínu Hirst. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Taka ber fram að Bogi er ekki al­farið hætt­ur í Efsta­leiti og mun fara yfir er­lend mál­efni á RÁS 1 á fimmtu­dags­morgn­um líkt og hann hef­ur gert und­an­far­in ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert