Æfa kafbátaleit við strendur Íslands

Þýskur kafbátur í Faxaflóa. Í bakgrunni má sjá herskip.
Þýskur kafbátur í Faxaflóa. Í bakgrunni má sjá herskip. mbl.is/Árni Sæberg

Kaf­báta­leitaræf­ing­ NATO hófst við Íslands­strend­ur í dag og mun standa yfir næstu tvær vik­ur. Íslend­ing­ar eru gest­gjafaþjóð æf­ing­ar­inn­ar en Land­helg­is­gæsl­an tel­ur mik­il­vægt að koma að æf­ingu sem þess­ari.

Æfing­in nefn­ist Dynamic Mong­oose og er ár­leg æf­ing Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO). Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar og áhöfn­in á varðskip­inu Freyju tóku þátt í dag.

Nokk­ur er­lend skip og þyrl­ur taka þátt í æf­ing­unni, þar á meðal hol­lenska skipið Tromp en einnig þýsk­ur dísil­knú­inn kaf­bát­ur. Skip­in komu hingað til lands í síðustu viku.

Æfing­in hefst hér á Íslandi en fær­ist hægt og bít­andi í átt til Nor­egs er fram líður, seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helgigæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Í dag fékk þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar að spreyta sig við að fylgja eft­ir kaf­báti og síðan fékk sigmaður að síga úr þyrlunni niður að kaf­bátn­um og aft­ur upp.

„Síðan fer fram viðamik­ill hluti æf­ing­ar­inn­ar þar sem starfs­menn varn­ar­mála­sviðs gæsl­unn­ar starfa á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Ásgeir.

Kaf­báta­leitaræf­ing­in stend­ur til 9. maí. Land­helg­is­gæsla Íslands hef­ur ann­ast skipu­lagn­ingu æf­ing­ar­inn­ar í sam­starfi við varn­ar­mála­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og flota­stjórn Atlants­hafs­banda­lags­ins í Nort­hwood í Bretlandi.

Hollenska herskipið Tromp.
Hol­lenska her­skipið Tromp. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Úr varðskipinu Freyju.
Úr varðskip­inu Freyju. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert