Bryndís Ásta hlýtur styrk

Kristín Eysteinsdóttir, Bryndís Ásta Magnúsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Pétur Jónasson.
Kristín Eysteinsdóttir, Bryndís Ásta Magnúsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Pétur Jónasson. Ljósmynd/Sunna Ben

Lista­há­skóli Íslands veitti í dag styrk úr Styrkt­ar­sjóði Hall­dórs Han­sen til Bryn­dís­ar Ástu Magnús­dótt­ur söng­konu við hátíðlega at­höfn í Skriðu, sal LHÍ í Stakka­hlíð. Styrk­ur­inn er veitt­ur ár­lega til framúrsk­ar­andi tón­list­ar­nema við há­skól­ann.

„Bryn­dís Ásta er ein­stak­lega efni­leg söng­kona með mikla út­geisl­un og góða teng­ingu við tón­list­ina. Það er okk­ur sönn ánægja að veita henni styrk úr Styrkt­ar­sjóði Hall­dórs Han­sen og styðja þannig við fram­hald henn­ar á glæsi­legri tón­list­ar­veg­ferð,“ seg­ir Hanna Dóra Sturlu­dótt­ir fag­stjóri söngs hjá LHÍ.

Í til­kynn­ingu seg­ir að styrk­ur­inn úr Styrkt­ar­sjóði Hall­dórs Han­sen sé mik­il­væg viður­kenn­ing á hæfi­leik­um og elju ungs lista­manns og mik­il­vægt fram­lag til áfram­hald­andi náms og þró­un­ar í klass­ísk­um söng.

Bryndís Ásta.
Bryn­dís Ásta. Ljós­mynd/​Sunna Ben

Aðeins tveir fengu inn­göngu

Bryn­dís Ásta hóf klass­ískt söngnám sitt fimmtán ára göm­ul und­ir hand­leiðslu Guðrún­ar Jó­hönnu Jóns­dótt­ur, Guðrún­ar Dal­íu Salómons­dótt­ur og Þóru Björns­dótt­ur í Tón­list­ar­skóla Garðabæj­ar og lauk þaðan fram­halds­prófi. Hún hóf nám við Lista­há­skóla Íslands haustið 2022 en þar hef­ur hún notið leiðsagn­ar reyndra kenn­ara á borð við Hönnu Dóru Sturlu­dótt­ur, Krist­in Sig­munds­son, Dísellu Lár­us­dótt­ur, Kol­bein Ket­ils­son og Matt­hildi Önnu Gísla­dótt­ur. Að auki dvaldi hún síðastliðið haust í skipti­námi við Kon­ung­lega tón­list­ar­há­skól­ann í Stokk­hólmi.

„Í haust snýr Bryn­dís Ásta aft­ur til Kon­ung­lega tón­list­ar­há­skól­ans í Stokk­hólmi þar sem hún mun hefja meist­ara­nám í söng en þess má geta að aðeins tveir ein­stak­ling­ar af stór­um hópi um­sækj­enda fengu inn­göngu að þessu sinni,“ seg­ir Hanna Dóra. „Hún hef­ur vakið at­hygli fyr­ir öfl­uga sviðsfram­komu og fjöl­breytt verk­efni, þar á meðal hlut­verk í óper­um eft­ir Moz­art, Strauss og Cacc­ini, frum­flutn­ing nýrr­ar óperu eft­ir Ea Wiimh og flutn­ing á ljóðaflokk­um Schumanns. Hún hef­ur einnig tekið þátt í tón­list­ar­hátíðum inn­an­lands og utan og stend­ur sjálf að bæj­ar- og lista­hátíðinni Rökkv­an í Garðabæ. Nú í sum­ar syng­ur hún með Young Nordic Opera Cho­ir á óperu­hátíðum í Dan­mörku, Svíþjóð og á Óperu­dög­um á Íslandi.“

40 út­skrift­ar­nem­ar í ár

Pét­ur Jónas­son, deild­ar­for­seti Tón­list­ar­deild­ar LHÍ, bæt­ir við að nú standi yfir röð spenn­andi út­skrift­ar­tón­leika hjá nem­end­um Lista­há­skól­ans en að þessu sinni ljúka 40 nem­end­ur námi við tón­list­ar­deild­ina. „Ég hvet þau sem vilja hlusta á Bryn­dísi Ástu eða aðra frá­bæra söngv­ara og hljóðfæra­leik­ara sem eru nú að ljúka námi að kíkja á heimasíðu Lista­há­skól­ans, lhi.is þar sem er að finna yf­ir­lit yfir tón­leikaröðina. Útskrift­ar­tón­leik­ar eru ókeyp­is og til­valið tæki­færi til að hlýða á okk­ar efni­leg­asta tón­listar­fólk stíga sín fyrstu skref.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert