Erlendum föngum fjölgar meðan íslenskum fækkar

Fjöldi erlendra fanga tvöfaldaðist á árunum 2020 til 2024. Á …
Fjöldi erlendra fanga tvöfaldaðist á árunum 2020 til 2024. Á sama tímabili fækkaði íslenskum föngum um fimmtung. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Árni Sæberg

Bæði fjöldi og hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara sem afplána dóm á Íslandi hef­ur tvö­fald­ast frá ár­inu 2020, meðan Íslend­ing­um sem afplána fer fækk­andi. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar leggja til mæla­borð til að sjá hvernig inn­flytj­enda­hóp­um geng­ur að aðlag­ast á Íslandi.

Er­lend­um föng­um í afplán­un eða gæslu­v­arðhaldi hef­ur á ár­un­um 2020-2024 fjölgað úr 27 í 59. Á sama tíma­bili hef­ur ís­lensk­um föng­um fækkað um fimmt­ung, úr 100 í 80. Þannig hef­ur hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara í varðhaldi hækkað úr 21% í 42% á um fimm árum.

Þetta kem­ur fram í svör­um Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn Diljár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálráðherra og Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður.
Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­mál­ráðherra og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður. Sam­sett mynd

„Mér finnst þetta bara vera slá­andi,“ seg­ir Diljá Mist í sam­tali við mbl.is, sem kveðst þó ekki geta bent á ná­kvæma skýr­ingu fyr­ir þess­ari aukn­ingu, en hef­ur þó sína get­gát­ur.

Hún bend­ir þó á að hún hafi lagt fram þing­mál sem gæti hjálpað við að skýra þessa aukn­ingu.

Legg­ur til mæla­borð

Þing­málið snýst um að koma upp mæla­borði að nor­ræni fyr­ir­mynd sem geti gefið yf­ir­lit yfir helstu mæli­kv­arða til að fylgj­ast með og meta ár­ang­ur af aðlög­un inn­flytj­enda að ís­lensku sam­fé­lagi.

Þetta er annað sinn sem hún legg­ur þetta fram, en sein­ast lagði hún fram málið í sept­em­ber 2024, ein­um og hálf­um mánuði áður en rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar sprakk. 

Hún seg­ir þing­málið af nor­rænni fyr­ir­mynd. „[Á mæla­borðum í ná­granna­ríkj­um] get­ur þú skoðað hvernig hver og einn inn­flytj­enda­hóp­ur aðlag­ast að sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Diljá, „meðal ann­ars með til­liti til refsitíðni“.

Þingmaður­inn bend­ir á að á danska aðlög­un­ar­mæla­borðinu (In­tegrati­ons­barometer) megi sjá að til­tekn­ir hóp­ar inn­flytj­enda brjóti tíðar af sér.

„Ég geri ráð fyr­ir því að það sama sé uppi á ten­ingn­um hér,“ seg­ir hún en sam­kvæmt danska mæla­borðinu eru það inn­flytj­end­ur frá MENAPT-ríkj­um (Mið-Aust­ur­lönd­um, Norður-Afr­íku og Pak­ist­an) sem brjóta oft­ast af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert