Eva Rós nýr framkvæmdastjóri Bergsins Headspace

Eva Rós hefur starfað sem ráðgjafi og síðar sem fagstjóri …
Eva Rós hefur starfað sem ráðgjafi og síðar sem fagstjóri hjá Berginu frá opnun þess árið 2019 og tekur nú við störfum framkvæmdastjóra. Ljósmynd/Aðsend

Eva Rós Ólafs­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi mun taka við sem fram­kvæmda­stjóri Bergs­ins Headspace af stofn­anda þess og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra, Sig­urþóru Bergs­dótt­ur.

Eva tek­ur form­lega við störf­um þann 1. júní en Sig­urþóra hef­ur tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar sem hún mun halda áfram að berj­ast með öfl­ug­um hætti fyr­ir bættri geðheilsu ungs fólks.

Eva Rós hef­ur starfað sem ráðgjafi og síðar sem fag­stjóri hjá Berg­inu frá opn­un þess árið 2019.

„Ég er afar þakk­lát stjórn Bergs­ins og frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir það traust sem mér er sýnt með þess­ari ráðningu. Ég hlakka til að halda áfram þeirri mik­il­vægu upp­bygg­ingu sem þegar hef­ur átt sér stað og vinna að áfram­hald­andi þróun starfs­ins í góðu sam­starfi við frá­bært fag­fólk Bergs­ins,“ seg­ir Eva Rós.

Hef­ur starfað hjá Berg­inu frá því það var opnað

Eva Rós út­skrifaðist sem fé­lags­ráðgjafi árið 2013 og starfaði fyrstu fimm árin hjá Fang­els­is­mála­stofn­un. Árið 2018 tók hún við starfi verk­efna­stjóra mót­töku flótta­fólks í Mos­fells­bæ og starfaði í kjöl­farið við barna­vernd og fé­lagsþjón­ustu þar. Hún hóf störf hjá Berg­inu við opn­un þess árið 2019.

Sam­hliða þess­um störf­um hef­ur Eva einnig kennt við Há­skóla Íslands og hjá End­ur­mennt­un HÍ. Hún hef­ur mikla reynslu af vinnu með ungu fólki og starfaði meðal ann­ars í tíu ár í fé­lags­miðstöðvum Hafn­ar­fjarðarbæj­ar.

Bergið Headspace hef­ur frá hausti 2019 boðið upp á ókeyp­is ráðgjöf og stuðning fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 12–25 ára, án skil­yrða og til­vís­ana. All­ir ráðgjaf­ar Bergs­ins eru með fimm ára há­skóla­mennt­un, auk víðtækr­ar reynslu af vinnu með ungu fólki.

Þjón­ust­an er lágþrösk­ulda­úr­ræði og fel­ur í sér snemm­tæka íhlut­un. Á hverri viku nýta á bil­inu 100–120 ung­menni sér þjón­ust­una á eig­in for­send­um. Frá upp­hafi hafa um 2.800 ung­menni leitað til Bergs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert