Fann hvernig máttur hvarf úr líkamanum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sept­em­ber­kvöld á Hell­is­heiði eystri árið 2007 var staður og stund þegar Jón Gunn­ar Benja­míns­son lamaðist og hef­ur upp frá því þurft að not­ast við hjóla­stól. Jón Gunn­ar er gest­ur Dag­mála í dag og seg­ir sögu sína. Hann er lík­ast til sá Íslend­ing­ur sem hef­ur kom­ist und­ir lækn­is­hend­ur með flesta fjölá­verka og lifað af. Tveir illa brotn­ir hryggj­arliðir, gat á ósæð ásamt fjöl­mörg­um öðrum áverk­um blasti við Tóm­asi Guðbjarts­syni lækni og hans teymi þegar Jón Gunn­ar kom til Reykja­vík­ur í sjúkra­flugi.

    End­ur­hæf­ing­in var löng og ströng. Það var á stöðufundi á Grens­ás­deild Land­spít­al­ans, þar sem framtíðar­horf­ur og bata­ferli Jóns Gunn­ars var til umræðu, að setn­ing­in féll: „Þú munt aldrei ganga aft­ur.“ Hann er ein­læg­ur í viðtal­inu og seg­ir að þessa nótt hafi hann grátið. Þetta hafi hins veg­ar verið skiptið og þarna tókst hann á við sorg­ina og hin grimmu ör­lög.

    Tveir bræður af fjór­um

    Það ótrú­lega er að nokkr­um árum áður hafði bróðir hans, Berg­ur Þorri Benja­míns­son, lam­ast í vinnu­slysi. Tveir af fjór­um bræðrum. Eins og gef­ur að skilja var þetta mikið álag á fjöl­skyld­una og for­eldra þeirra bræðra.

    Jón Gunn­ar lét þessa stöðu ekki buga sig. Hann þurfti vissu­lega að sjá á bak mörgu en ákvað með sjálf­um sér að hann ætlaði að ná styrk á nýj­an leik og halda út í lífið.

    Það var stór stund fyr­ir hann þegar hann á fjór­hjóli komst að Eyja­fjarðará og upp­lifði að hann gat kastað fyr­ir sil­ung. „Það var ekki búið að taka þetta frá mér,“ seg­ir hann og þetta var mik­ils virði. Jón Gunn­ar var heltek­inn af veiðiþrá og stundaði all­ar veiðar hvort sem er með stöng eða byssu.

    Kynni endurýjuð eft­ir 18 ár

    Nú hef­ur hann fundið græju, raf­knúið léttt­or­færu­hjól sem opn­ar ótal mögu­leika. Hann er far­inn að flytja þetta tæki inn og ætl­ar að vitja gam­alla veiðistaða í sum­ar, staða sem hann hef­ur ekki kom­ist á í átján ár. Hann viður­kenn­ir að það er fiðring­ur í hon­um.

    Í þessu broti viðtals­ins við Jón Gunn­ar fer hann yfir at­b­urðinn og eft­ir­mála. En í þætt­in­um ræðir hann líka hvernig hann byggði sig upp og hef­ur náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri á mörg­um sviðum. Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur áskrif­end­um Morg­un­blaðsins.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert