„Fylgjumst vel með stöðunni“

Airbus-vél Icelandair.
Airbus-vél Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Ein ferð á veg­um Icelanda­ir er til Spán­ar í dag en víðtækt raf­magns­leysi er á Spáni og Portúgal og víða hef­ur raf­magnstrufl­un­in raskað flug­vall­ar- og lest­ar­sam­göng­um.

„Við erum með eitt flug á dag­skránni til Spán­ar í dag. Það er til Barcelona og var vél­in að lenda þar fyr­ir nokkr­um mín­út­um. Flug­völl­ur­inn þar er starf­andi á vara­afli,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, við mbl.is.

Guðni seg­ir að vél­in eigi að fara í loftið frá Barcelona klukk­an 13.45 og sé hún á áætl­un.

„Við kom­um til með að fylgj­ast vel með stöðunni,“ seg­ir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert