Gekk á Daða varðandi bænahald í kaffiskúr

Sigmundur Davíð spurði Daða hvort hann ætlaði að beita sér …
Sigmundur Davíð spurði Daða hvort hann ætlaði að beita sér í kaffiskúrsmáli á Keflavíkurflugvelli. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, gekk á Daða Má Kristó­fers­son fjár­málaráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi og spurði hann hvernig hann hyggðist bregðast við því að hóp­ur leigu­bíl­stjóra hefði yf­ir­tekið hús­næði Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli und­ir bæna­hald.

Daði svaraði því til að ráðuneytið hefði tak­markaða aðkomu að mál­inu nema í gegn­um eig­enda­stefnu rík­is­ins.

Isa­via er op­in­bert hluta­fé­lag og fell­ur und­ir fjár­málaráðuneytið en um­rætt hús­næði hef­ur verið nýtt und­ir kaffiaðstöðu fyr­ir leigu­bíl­stjóra. Í frétt RÚV um málið mátti sjá að húsið var nýtt und­ir bæna­hald mús­líma.

Þá hafa leigu­bíl­stjór­ar kvartað und­an því að þeir hafi ekki verið vel­komn­ir í hús­inu þar sem það hafi verið yf­ir­tekið af öðrum bíl­stjór­um, m.a. und­ir bæna­hald.

Hvernig hyggst ráðherra bregðast við?

„Það keyrði þó um þver­bak núna fyr­ir fá­ein­um dög­um þegar hóp­ur leigu­bíl­stjóra, nýtil­kom­inna í þessu nýja kerfi, tók yfir hús­næði í eigu Isa­via, hús­næði í eigu rík­is­ins fyr­ir vikið, og meinaði öðrum aðgang að þessu húsi,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

„Því ligg­ur bein­ast við að spyrja hæstv. ráðherra: Hvernig hyggst hann bregðast við þessu máli og mun hann reyna að færa stefn­una hjá Isa­via til betri veg­ar,“ spurði Sig­mund­ur Davíð.

Eng­ar klásúl­ur um kaf­fiskúra 

Daði Már virt­ist snúa út úr orðum Sig­mund­ar og sagði m.a.: „Það stend­ur ekki til að eig­enda­stefna rík­is­ins inni­haldi sér­stak­ar klásúl­ur um notk­un kaf­fiskúra.“

Bætti hann hins veg­ar við síðar í umræðunni að það væri stjórn­ar Isa­via að taka ákvörðun í þessu máli sem og öðrum er snúa að rekstri fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert