Halla hefur áhyggjur af ferðaþjónustu landsins

Halla hefur áhyggjur af áhrifum lækkunar hagvaxtarspár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ferðalög …
Halla hefur áhyggjur af áhrifum lækkunar hagvaxtarspár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ferðalög Bandaríkjamanna og hvað það þýði fyrir íslenska ferðaþjónustu. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ítrekað hef­ur verið fjallað um það í banda­rísk­um fjöl­miðlum og grein­ing­um að lækk­un hag­vaxt­ar­spár Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins komi til með að hafa tölu­verð áhrif á ferðalög í Banda­ríkj­un­um. Tölu­verður fjöldi ferðamanna á Íslandi eru Banda­ríkja­menn.

„Ég hef áhyggj­ur af þess­um áhrif­um, m.a. fyr­ir Suður­kjör­dæmi þar sem 80% ferðamanna fara í gegn og bara okk­ar hluta hér heilt yfir á Vest­ur­landi, Suður­landi og auðvitað á land­inu öllu,“ sagði Halla Hrund Loga­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er hún gerði málið að umræðuefni í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Beindi hún fyr­ir­spurn sinni að Daða Má Kristó­fers­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra:

„Því spyr ég hæstv. ráðherra: Tel­ur hann ekki þörf á því að skoða sér­stak­lega mögu­leg­ar og ólík­ar sviðsmynd­ir fyr­ir ferðaþjón­ust­una? Í ann­an stað: Hvernig ætl­um við að vera til­bú­in? Áhrif­in koma lík­lega ekki núna í sum­ar, flest­ir eru bún­ir að borga flug, held­ur akkúrat ári síðar.“

Ferðaþjón­ust­an er ráðuneyt­inu of­ar­lega í huga

Í svari sínu sagði Daði spurn­ing­ar um þróun ferðaþjón­ust­unn­ar á þess­um tím­um vera ráðuneyt­inu mjög of­ar­lega í huga.

Erfiðara sé að spá fyr­ir um hvernig sú at­vinnu­grein muni þró­ast vegna þess að hún sé einnig háð breyt­ing­um á hag­vaxt­ar­spá í Banda­ríkj­un­um, sem hef­ur dreg­ist veru­lega sam­an.

Einnig sé hún háð lækk­un á gengi banda­ríkja­dals gagn­vart bæði ís­lensku krón­unni og öðrum gjald­miðlum, sem muni gera það að verk­um að ferðalög til Íslands verða dýr­ari, mælt í þeim gjald­miðli.

Þessi áhrif seg­ir hann vera til skoðunar en ráðuneytið sjái ekki al­veg fyr­ir end­ann á þró­un­inni. Það sé fylli­lega rétt að þörf sé á að greina vand­lega hvernig áhrif­in séu á kom­andi árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert