Herfugl í 17. sinn frá árinu 1901

Sjaldséður flækingsfugl sást í Vík í Mýrdal um helgina.
Sjaldséður flækingsfugl sást í Vík í Mýrdal um helgina. Ljósmynd/Sveinn Jónsson

Her­f­ugl (upupa epops) sást í Vík í Mýr­dal um helg­ina en um sjald­séðan flæk­ings­fugl er að ræða. Aðeins eru staðfest­ar 17 heim­sókn­ir hans til Íslands frá því að skrán­ing fugla hófst hér árið 1901, fyr­ir 124 árum.

Eins og meðfylgj­andi mynd Sveins Jóns­son­ar ber með sér er her­f­ugl­inn skraut­leg­ur og mislit­ur. Sveinn náði mynd­inni sl. laug­ar­dag en þá voru marg­ir fugla­áhuga­menn mætt­ir í bæ­inn, vopnaðir mynda­vél­um, til að elt­ast við fugl­inn. Einnig sást til hans í gær en ekki höfðu sést fleiri ein­tök, sagði Sveinn.

Í fugla­bók Sig­urðar Ægis­son­ar kem­ur m.a. fram að her­f­ugl­inn haldi sig mest í sunn­an­verðri Evr­ópu og í Afr­íku. Far­fugl sem leiti einna mest til Norður-Afr­íku og Suður-Asíu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert