Isavia ekki á móti trúariðkun í skúrnum

Múslimar hafa frá 2023 notað kaffiskúrinn til þess að biðja. …
Múslimar hafa frá 2023 notað kaffiskúrinn til þess að biðja. Leigubílstjórar sem blaðið ræddi við segja að um yfirtöku sé að ræða.

Isa­via leggst ekki gegn bæna­haldi í kaf­fiskúr leigu­bíl­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli en þó þarf að tryggja að öll­um líði eins og þeir séu vel­komn­ir. Yf­ir­mönn­um Isa­via var brugðið er frétt­ir bár­ust af yf­ir­töku skúrs­ins af hálfu er­lendra leigu­bíl­stjóra og ætla að ráðfæra sig við menn sem eru „sér­fróðir í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um.“

Þetta seg­ir Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

RÚV greindi frá því á laug­ar­dag­inn að hóp­ur manna hefði tekið yfir kaf­fiskúr í eigu Isa­via og notað hann í bæna­hald. Morg­un­blaðið ræddi við nokkra leigu­bíl­stjóra sem lýsa því að hóp­ur er­lendra leigu­bíl­stjóra hafi frá ár­inu 2023 tekið yfir kaf­fiskúr­inn og notað hann í trú­ariðkun.

„Við ger­um að sjálf­sögðu ekki at­huga­semd við það að fólk iðki trú sína, það er gert um alla flug­stöð og öðrum mann­virkj­um Isa­via. Þannig að það sem slíkt ger­um við ekki at­huga­semd­ir við. Aft­ur á móti það sem okk­ur þykir ámæl­is­vert í þessu er að það sé verið að meina fólki aðgang að hús­næði sem er fyr­ir alla og vera með ein­hvers kon­ar fram­komu sem er ónæði við aðra,“ seg­ir Guðmund­ur.

Anna Krist­ín Ásmunds­dótt­ir, leigu­bíl­stjóri hjá A-stöðinni, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hún og vin­kona henn­ar hafi keypt áhöld í skúr­inn fyr­ir nokkr­um árum sem voru notuð til að elda í skúrn­um. Nú sé búið að stela „90%“ af öllu því sem þær eiga.

„Síðan í fram­haldi af því, þegar þeir byrja þarna, þá vaða þeir þarna í að nota okk­ar eig­ur og við segj­um: „Ókei, þeir eru bara bíl­stjór­ar eins og við og þeir mega það al­veg.“ Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna. Það er til dæm­is búið að stela grjóna­potti vin­konu minn­ar, eggja­suðutæk­inu mínu, öll­um disk­un­um, glös­un­um og hnífa­pör­un­um okk­ar,“ seg­ir Anna.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert