Kennsla er hafin í „kvikmyndaskólanum“ hjá Rafmennt

Þór Pálsson, skólastjóri Rafmenntar, segir námið vera með sama hætti …
Þór Pálsson, skólastjóri Rafmenntar, segir námið vera með sama hætti og áður og kennarana sem búið var að munstra á þá kennslu sem er framundan ljúka önninni með Rafmennt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kennsla er haf­in í námi því sem nem­end­ur í Kvik­mynda­skóla Íslands hafa stundað. Kennsl­an er á veg­um og í hús­næði Raf­mennt­ar en að öðru leyti eru nem­end­ur með sömu náms­gögn, tæki og tól.

Þetta seg­ir Þór Páls­son, fram­kvæmda- og skóla­stjóri Raf­mennt­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Kennsla hófst í morg­un og nem­end­ur eru að vinna í verk­efn­um sín­um. Námið er með sama hætti og áður og kenn­ar­arn­ir sem búið var að munstra á þá kennslu sem ekki var lokið og þá kennslu sem hófst eft­ir að þetta gekk allt yfir, þeir ljúka þess­ari önn með okk­ur.

Það eina sem hef­ur breyst er hús­næðið. Nem­end­ur eru með sömu tölv­ur og búnað. Við höld­um full­um gæðum í nám­inu og höld­um okk­ur við það plan sem búið var að setja upp.

Tækni­skól­inn ætlaði ekki að halda því plani og það var þess vegna sem við grip­um inn í.“

Ekk­ert frá­gengið með kvik­mynda­tækni­námið

Þór seg­ir Raf­mennt í sam­tali við Há­skól­ann á Bif­röst áfram og von­ast til að það sam­tali leiði í þá átt að orðið geti af sam­starfi.

Þá seg­ir hann Raf­mennt einnig vera að ræða við starfs­fólk há­skólaráðuneyt­is­ins um fram­haldið og von­andi verði fljót­lega hægt að taka upp sam­tal við mennta­málaráðuneytið einnig.

Ekk­ert er frá­gengið í því hvernig kvik­mynda­tækni­námi, sem Raf­mennt hef­ur boðið upp á í sam­starfi við Studio Sýr­land, verði háttað.

Þór seg­ist fyrst vilja sjá hvaða end­an­lega lend­ing verði með námið sem Raf­mennt tók yfir frá Kvik­mynda­skól­an­um og hvort mennta­málaráðuneytið vilji semja við Raf­mennt þar um. Í kjöl­farið verði skoðað hvað verði um kvik­mynda­tækni­nám Raf­mennt­ar og Sýr­lands.

„Eins og staðan er núna eru þetta tvær grein­ar. Hvað verður þegar við fáum samn­ing við ráðuneytið er bara eitt­hvað sem við tök­um upp þá.“

Viðbrögð beisks fyrr­ver­andi eig­anda

Þór vís­ar öllu tali um verri gæði kvik­mynda­náms­ins und­ir Raf­mennt til föður­hús­anna. „Það eru bara viðbrögð beisks fyrr­ver­andi eig­anda.

Ég skil viðhorf hans og hann vill auðvitað tala þetta niður og segja að við séum að gera ómögu­lega hluti á allt öðrum for­send­um en við tök­um við nám­inu þar sem það var og höld­um því bara áfram.

Við höf­um alltaf viður­kennt að þetta nám væri flott og þess vegna för­um við inn í þetta.“

Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skól­ans og Anna Þór­halls­dótt­ir gæðastjóri vinna áfram með Raf­mennt og verða að sögn Þórs með hon­um í sam­tal­inu við Há­skól­ann á Bif­röst.

Öllu starfs­fólki var sagt upp í Kvik­mynda­skól­an­um þegar skipta­stjóri tók við búi hans og seg­ir Þór þá upp­sögn muni standa hjá ein­hverj­um hluta hóps­ins en þeim starfs­mönn­um sem gegna lyk­il­hlut­verki við að ljúka önn­inni og hefja sam­tal við há­skóla verði með Raf­mennt áfram.

Aðspurður seg­ir hann að þegar haldið verði áfram með námið þurfi hann fólk í störf fag­stjóra, hvort sem það verði ein­hverj­ir fag­stjóra Kvik­mynda­skól­ans eða aðrir, það verði tím­inn að leiða í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert