Lánshæfismat Landsbankans hækkar

Landsbankinn í Reykjastræti.
Landsbankinn í Reykjastræti. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið S&P Glop­ar Rat­ings til­kynnti í dag að láns­hæf­is­mat Lands­bank­ans til langs tíma hefði veirð hækkað úr BBB+ í A-.

Í til­kynn­ingu frá bank­an­um seg­ir að matið hafi ekki verið hærra frá ár­inu 2014.

Haft er eft­ir Lilju Björk Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra í til­kynn­ingu að hækkað mat sé til marks um traust­an rekst­ur og gott aðgengi bank­ans að inn­lend­um og er­lend­um fjár­mála­mörkuðum.

„Und­an­far­in ár hef­ur Lands­bank­inn unnið mark­visst að því að auka hag­kvæmni fjár­magns­skip­un­ar bank­ans og mæta aukn­um kröf­um í reglu­verki kerf­is­lega mik­il­vægra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Við höf­um meðal ann­ars gefið út eig­in­fjár­gern­inga sem telja til viðbót­ar eig­in­fjárþátt­ar 1 og nú síðast gáf­um við út víkj­andi for­gangs­bréf í er­lendri mynt. Bank­inn er vel fjár­magnaður er­lend­is og inn­an­lands og í sterkri stöðu til að styðja við sína viðskipta­vini,“ seg­ir Lilja. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert