Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Glopar Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði veirð hækkað úr BBB+ í A-.
Í tilkynningu frá bankanum segir að matið hafi ekki verið hærra frá árinu 2014.
Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra í tilkynningu að hækkað mat sé til marks um traustan rekstur og gott aðgengi bankans að innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.
„Undanfarin ár hefur Landsbankinn unnið markvisst að því að auka hagkvæmni fjármagnsskipunar bankans og mæta auknum kröfum í regluverki kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Við höfum meðal annars gefið út eiginfjárgerninga sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 og nú síðast gáfum við út víkjandi forgangsbréf í erlendri mynt. Bankinn er vel fjármagnaður erlendis og innanlands og í sterkri stöðu til að styðja við sína viðskiptavini,“ segir Lilja.