Lögregla hefur ekki val

Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir best ef fangelsin á vegum …
Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir best ef fangelsin á vegum fangelsismálastofnunar gætu vistað gæsluvarðhaldsfangana en raunin sé einfaldlega önnur. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Eggert

Ef gæslu­v­arðhalds er kraf­ist yfir mönn­um sem hand­tekn­ir eru í kjöl­far brott­vís­un­ar frá Íslandi og dóm­ari úr­sk­urðar þá í gæslu hef­ur lög­regla ekki val um annað en að vista menn­ina í fanga­geymsl­um sín­um.

Þetta seg­ir Ásgeir Þór Ásgeirs­son, aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Fjallað hef­ur verið um mögu­leg­ar óviðun­andi aðstæður fang­anna í kjöl­far full­yrðinga frá Af­stöðu, fé­lags fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un.

Ásgeir seg­ir að best væri ef fang­els­in á veg­um fang­els­is­mála­stofn­un­ar gætu vistað fang­ana en raun­in sé ein­fald­lega önn­ur. Þá seg­ir hann að ökkla­bönd myndu leysa sumt ef búið væri að taka þau al­mennt í notk­un í þess­um mál­um.

Í fjötr­um til ör­ygg­is

Hann seg­ir fanga­húsið á lög­reglu­stöðinni á Hverf­is­götu ekki hafa verið byggt sem gæslu­v­arðhalds­fang­elsi. Þar sé ein­göngu hægt að vista fanga í ein­angr­un. Þar sé eng­inn gang­ur sem hægt sé að opna að morgni og loka að kvöldi.

Eitt af því sem Afstaða gagn­rýn­ir er að þegar um­rædd­ir fang­ar fái tak­markaða úti­vist séu þeir í sum­um til­vik­um hand­járnaðir við svo­kallað „belti“.

Ásgeir seg­ir að á Hverf­is­götu sé ekk­ert úti­svæði og lög­regla ekki með nein úrræði til að geta farið með gæslu­v­arðhalds­fanga út.

„Ef farið er með þá út til að reykja t.d. þarf að fara með þá þar sem fang­ar eru færðir fyr­ir varðstjóra hérna niðri í port­inu, þá vænt­an­lega eru þeir í ein­hvers kon­ar fjötr­um já – pottþétt, bar til að tryggja að þeir stingi ekki af.

Þess­ar aðstæður eru ekki góðar, það er al­veg á hreinu. Ef við vær­um með ein­hvern lokaðan garð í port­inu eða ein­hvers staðar gæt­um við mögu­lega farið aðra leið en það er bara ekki staðan,“ seg­ir Ásgeir.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sjö fanga­klefa í fanga­hús­inu á Hverf­is­götu und­ir þessa gæslu­v­arðhalds­fanga en nú eru þar fjór­ir vistaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert