Opinn fundur um meðferð á máli Ásthildar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir. mbl.is/Karítas

Op­inn fund­ur um meðferð for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins á er­indi um per­sónu­legt mál­efni þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra, Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, verður hald­inn á miðviku­dag­inn, 30. apríl.

Gest­ur fund­ar­ins verður Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. mbl.is/​Karítas

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is stend­ur fyr­ir fund­in­um sem hefst kl. 9.00 í Smiðju, Tjarn­ar­götu 9.

Fund­ur­inn verður op­inn al­menn­ingi á meðan hús­rúm leyf­ir en bein út­send­ing verður frá fund­in­um á vef Alþing­is og á sjón­varps­rás Alþing­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert