Lögreglan er með til rannsóknar líkamsárás þar sem nokkrir réðust á tvo sem voru á göngu við Breiðholtsskóla í gærkvöld.
Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi segir í samtali við mbl.is að ekki sé vitað hverjir gerendurnir séu en þeir sem ráðist var á urðu ekki fyrir alvarlegum meiðslum og ekki þurfti að flytja þá til skoðunar á slysadeild.
Hún segir að gerendurnir hafi verið á bíl og lögreglan vinni að rannsókn málsins og er meðal annars að kanna hvort til séu upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem eru við skólann.