Ráðist á tvo við Breiðholtsskóla

Ráðist var á tvo sem voru á göngu við Breiðholtsskóla …
Ráðist var á tvo sem voru á göngu við Breiðholtsskóla í gærkvöld. mbl.is/Karítas

Lög­regl­an er með til rann­sókn­ar lík­ams­árás þar sem nokkr­ir réðust á tvo sem voru á göngu við Breiðholts­skóla í gær­kvöld.

Sigrún Krist­ín Jón­as­dótt­ir lög­reglu­full­trúi seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki sé vitað hverj­ir gerend­urn­ir séu en þeir sem ráðist var á urðu ekki fyr­ir al­var­leg­um meiðslum og ekki þurfti að flytja þá til skoðunar á slysa­deild.

Hún seg­ir að gerend­urn­ir hafi verið á bíl og lög­regl­an vinni að rann­sókn máls­ins og er meðal ann­ars að kanna hvort til séu upp­tök­ur úr eft­ir­lits­mynda­vél­um sem eru við skól­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert