Réðust á tvo sem voru á göngu

Sex gista í fangageymslum lögreglunnar í morgusárið.
Sex gista í fangageymslum lögreglunnar í morgusárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um lík­ams­árás þar sem nokkr­ir menn réðust á tvo sem voru á göngu. Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu á lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti.

Þetta er meðal ann­ars sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. Alls eru 55 mál bókuð í kerf­um lög­reglu á tíma­bil­inu og gista sex í fanga­geymslu lög­reglu.

Einn var hand­tek­inn þar sem hann hafði brotið rúðu í miðborg­inni. Ekki reynd­ist nauðsyn­legt að vista hann í fanga­klefa og var gerð skýrsla á staðnum.

Kærður fyr­ir vopna­laga­brot

Til­kynnt var um hópslags­mál við bar en þar áttu menn að hafa notað hnífa í slags­mál­um. Þegar lög­regl­an kom á staðinn var til­kynn­ing­in lík­lega ekki á rök­um reist en einn aðili var þó kærður fyr­ir vopna­laga­brot að því er fram kem­ur í skeyti lög­regl­unn­ar.

Þá fékk lög­regl­an til­kynn­ingu um ofurölvi ferðamann. Ekki reynd­ist unnt að ná sam­bandi við ferðamann­inn um hvar hann ætlaði að gista og fékk hann gist­ingu í fanga­geymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert