Reiknar ekki með frestun mála

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar mbl.is

Rík­is­stjórn­in vinn­ur áfram eft­ir þing­mála­skrá og eins og staðan er í dag þá er ekki gert ráð fyr­ir því að fresta þurfi af­greiðslu neinna frum­varpa fyr­ir þinglok sem eru áætluð 17. júní.

Þetta seg­ir Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í dag kem­ur þingið sam­an aft­ur eft­ir páskafrí og eru um sex vik­ur eft­ir af þing­inu. Spurður hvort það séu ein­hver mál á þing­mála­skrá sem hann geri ráð fyr­ir að ekki verði hægt að klára seg­ir Guðmund­ur svo ekki vera að svo stöddu.

„Við erum ennþá að fá mál inn í þingið þannig að við erum kannski ekki ennþá kom­in í þann fasa að fara að sigta þau út aft­ur. Við sjá­um hvernig þingið geng­ur en það er mikið af stór­um og mik­il­væg­um mál­um þar, sem síðasta rík­is­stjórn var líka búin að leggja til, þannig að við erum bjart­sýn á að það sé áfram stuðning­ur við þau mál.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert