Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er orðið að einu helsta kennileiti Reykjavíkur og miðstöð menningar. Húsið er því afar fjölsótt af heima- og ferðamönnum.
Fyrstu árin eftir opnun Hörpu gátu gestir nýtt sér salerni á jarðhæð en því hefur nú verið breytt og er fólki beint niður í kjallara.
Þær konur sem hér sjást voru í leit að salerni þegar ljósmyndari átti leið hjá og fóru því rakleitt niður rúllustigann.