Skora á Ingu að endurskoða skipan stjórnar HMS

Inga Sæland,félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland,félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Verk­fræðinga­fé­lag Íslands hef­ur sent Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, bréf með áskor­un um að end­ur­skoða skip­an í stjórn Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar til að tryggja að fag­leg hæfni og sér­mennt­un á sviði mann­virkja­gerðar fái raun­veru­legt vægi við ákv­arðana­töku í þess­um mik­il­væga mála­flokki.

Í bréf­inu seg­ir að hin ný­lega skipaða stjórn upp­fyllti ekki þau lög­bundnu skil­yrði sem gerð eru með viðun­andi hætti og að eng­inn stjórn­ar­maður búi yfir sér­fræðikunn­áttu á sviði mann­virkja­gerðar og ein­ung­is einn stjórn­ar­maður hafi teng­ingu við bygg­ing­ariðnaðinn - sem húsa­smíðameist­ari og fast­eigna­sali.

Ógnar fag­legri ákv­arðana­töku

„Skip­an stjórn­ar HMS er ekki ein­ung­is van­v­irðing við þá sér­fræðimennt­un og fagþekk­ingu sem tækni­menntað fólk býr yfir held­ur ógn­ar jafn­framt fag­legri ákv­arðana­töku inn­an stofn­un­ar sem hef­ur víðtæk áhrif á ör­yggi, gæði og sjálf­bærni í byggðu um­hverfi.

Með því að hunsa þessa þekk­ingu er verið sýna skiln­ings- og skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart afar mik­il­væg­um mála­flokki þar sem verk­efnið er að tryggja gæði bygg­inga, upp­ræta bygg­ingagalla sem eru viðvar­andi vanda­mál, styðja við bygg­ing­a­rann­sókn­ir og gæta hags­muna hús­eig­enda á marg­vís­leg­an máta,“ seg­ir í bréf­inu.

Það er mat Verk­fræðinga­fé­lags­ins að þessi skip­an end­ur­spegli al­var­legt metnaðarleysi í garð mála­flokks­ins, á tím­um þar sem brýnt er að tak­ast á við stór­ar áskor­an­ir í mann­virkja­gerð.

„Í þessu sam­hengi skal minnt á fyrri ákv­arðanir stjórn­valda sem haft hafa nei­kvæð áhrif á fag­lega um­gjörð mann­virkja­gerðar, svo sem þegar Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins var lögð niður. Þá er rétt að nefna að á und­an­förn­um árum eru mörg dæmi um að stjórn­end­ur mik­il­vægra innviðastofn­ana sem byggja á verk­fræðilegri sérþekk­ingu hafi verið skipaðir án nokk­urr­ar sér­fræðiþekk­ing­ar á viðkom­andi sviði,“ seg­ir enn frem­ur í bréf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert