Þrjár vélar Play á áætlun

Vélar Play til Spánar og Portúgal í dag eru á …
Vélar Play til Spánar og Portúgal í dag eru á áætlun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flug­fé­lagið Play flýg­ur á þrjá áfangastaði á Spáni og í Portúgal seinnipart­inn í dag en víðtækt raf­magns­leysi er í lönd­un­um tveim­ur sem víða hef­ur raskað flug­vall­ar- og lest­ar­sam­göng­um.

Play flýg­ur til Madrid og Barcelona á Spáni og Lissa­bon í Portúgal en all­ar vél­ar eru á áætl­un og munu að lík­ind­um hefja sig til lofts á fjórða tím­an­um með hundruð Íslend­inga.

Farþegar fylg­ist vel með

Birg­ir Ol­geirs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Play, seg­ir í sam­tali við mbl.is að farþegar geti við aðstæður sem þess­ar alltaf átt von á ein­hverri rösk­un.

„Við biðjum farþega að fylgj­ast vel með og vera meðvitaðir um stöðuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert