Í dag verður suðlæg eða breytileg átt á landinu 3-8 m/s og skúrir en skýjað með köflum norðaustan til og stöku skúrir þar síðdegis. Hitinn verður 4 til 10 stig.
Á morgun verða sunnan 3-10 m/s. Það verður skýjað og þurrt að mestu en bjartviðri um landið austanvert. Um kvöldið gengur í suðaustan 10-15 m/s með rigningu. Hitinn verður á bilinu 6 til 13 stig.