„Það að fólk sé að iðka trú á einhverjum stöðum eða fólk sé að biðja, það er í eðli sínu ekki eitthvað sem við gerum athugasemdir við,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, í samtali við Morgunblaðið um kaffiskúr í eigu Isavia.
Hann segir að ef trúariðkunin valdi ekki ónæði þá geri Isavia ekki athugasemdir við bænahaldið.
Aftur á móti er ljóst miðað við viðmælendur Morgunblaðsins, og það sem kom fram í fréttum RÚV af málinu fyrir helgi, að trúariðkunin er að ónáða marga. Guðmundur segir leitt ef upplifun fólks sé ekki góð og það sé eitthvað sem Isavia ætli að bæta. Guðmundur mun í dag hitta stjórnendur innan Isavia þar sem farið verður yfir málið.
„Við erum að skoða það að ræða við aðila sem eru sérfróðir í fjölmenningarsamfélögum til að fá leiðsögn um hvað rétt er. Vegna þess að við viljum auðvitað að öllum líði vel sem eru að stunda atvinnustarfsemi á svæðinu okkar, óháð trú eða uppruna.“
Spurður hvort ekki sé hægt að hafa kaffistofuna sem hlutlaust svæði, án trúarlegs athæfis, segir Guðmundur:
„Við þurfum bara aðeins að skoða það. Við myndum vilja eiga samtal við sérfræðinga í þessum málum, sem koma að því að vinna með fjölmenningu.“ Hann bætir svo við: „Ég held að það sé bara of snemmt að lýsa því yfir að við ætlum að gera slíkt. Við viljum bara að öllum líði vel sem stunda atvinnustarfsemi á svæðinu okkar.“ Guðmundur segir að Isavia viti ekki af neinum kvörtunum vegna ástandsins í skúrnum. „Okkur brá þegar við sáum fréttaflutninginn,“ segir hann.
Hvernig stendur á því – þetta er bygging í ykkar eigu – að þið takið ekki eftir þessu allan þennan tíma fyrr en það kemur frétt í síðustu viku? Þetta er augljóslega búið að vera í gangi í einhvern tíma.
„Ég get hvorki fullyrt það né annað en að við erum ekki með þetta húsnæði í stöðugri vöktun. Þetta er húsnæði sem við útvegum leigubílstjórum í þeim tilgangi að vera með kaffistofu og hvíldarrými,“ segir hann og tekur fram að ef engar kvartanir berist þá viti Isavia ekki af málinu.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.