Björgólfur sagður hafa fjármagnað njósnir á hluthöfum

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son er sagður hafa fjár­magnað njósn­ir um per­són­ur og leik­end­ur í mál­sókn gegn hon­um sem stærsta eig­anda hins fallna Lands­banka árið 2008.

Hann er sagður hafa reynt að kom­ast á snoðir um það hvort Ró­bert Wessman væri á bak við mál­sókn­ina.

Þetta kem­ur fram í fréttaþætt­in­um Kveik sem birt­ist í kvöld.

Þar er m.a. vísað í upp­tök­ur sem leiða í ljós að Birg­ir Már Ragn­ars­son, ná­inn sam­starfsmaður Björgólfs, var milliliður í sam­skipt­um við njósna­fyr­ir­tækið PPPSF. Fyr­ir­tækið elti, tók upp og gerði skýrsl­ur um ferðir al­mennra borg­ara sem voru með í hóp­mál­sókn­inni.

Lög­reglu­menn á bak við njósn­irn­ar 

PPPSF var stofnað af fyrr­ver­andi lög­reglu­mönn­um, þeim Jóni Ótt­ari Ólafs­syni af­brota­fræðingi og Guðmundi Hauki Gunn­ars­syni lög­manni sem lést árið 2020. Störfuðu þeir hjá sér­stök­um sak­sókn­ara þegar fyr­ir­tækið var stofnað. Þeir voru kærðir fyr­ir að stela gögn­um og selja gögn frá embætt­inu til þrota­bús út í bæ en rann­sókn­in var síðar lát­in niður falla.

Lög­reglumaður á vett­vangi 

Sjá má upp­tök­ur af þeim fylgj­ast með fyrr­ver­andi hlut­höf­um Lands­bank­ans á þriggja mánaða tíma­bili frá sept­em­ber til des­em­ber árið 2012. Sagt er frá því að fyr­ir­tækið hafi notið liðsinn­is lög­reglu­manns­ins Lúðvíks Krist­ins­son­ar, varðstjóra hjá um­ferðarlög­regl­unni. Hann var skráður fyr­ir á sjötta tug vinnu­stunda við njósn­ir á sama tíma og hann átti að vera við skyldu­störf.

Vil­hjálm­ur og Ólaf­ur tekn­ir upp í leynd 

Beind­ust njósn­irn­ar einna helst gegn Vil­hjálmi Bjarna­syni, síðar þing­manni Sjálf­stæðis­flokks, Ólafi Krist­ins­syni lög­manni og Jó­hann­esi Bjarna Björns­syni hæsta­rétt­ar­lög­manni.

Var til­gáta Björgólfs sögð sú að hóp­mál­sókn­ar­fé­lagið væri tengt Ró­berti Wess­mann sem Björgólf­ur var sann­færður um að stæði að baki henni.

Sett­ar voru upp fald­ar mynda­vél­ar og upp­töku­tæki og þess freistað að ná mynd­um af Ró­berti með aðilum sem tengd­ust mál­sókn­inni.

Lækn­is­heim­sókn­ir barna skrá­sett­ar 

Þá kem­ur fram að Ró­berti hafi verið fylgt eft­ir og allt vand­lega skrá­sett sem hann tók sér fyr­ir hend­ur. Meðal ann­ars kom fram að skráðar hafi verið lækna­heim­sókn­ir sem Ró­bert fór með börn­in í.

Fund­ur um samn­ing­inn á upp­töku 

Birg­ir Már Ragn­ars­son lögmaður, einn nán­asti starfsmaður Björgólfs Thors, er sagður tengiliður Björgólfs við PPPT. Í upp­töku sem birt­ist á skrif­stofu Novator kem­ur fram að hann hafi gert samn­ing­inn um njósn­irn­ar. Eru þeir Jón Óttar og Guðmund­ur Hauk­ur sagðir hafa unnið um 850 tíma á þriggja mánaða tíma­bili frá sept­em­ber til des­em­ber 2012.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert