Fordæmir ummælin

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég for­dæmi þau um­mæli sem hafa fallið.“

    Þess­um orðum fer Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra um þau um­mæli sem Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, lét falla í viðtali á Útvarpi Sögu fyrr á ár­inu. Þau lutu að því viðhorfi þing­manns­ins að svipta ætti Morg­un­blaðið op­in­ber­um styrkj­um vegna frétta­flutn­ings þess af Flokki fólks­ins og þing­mönn­um þess.

    „Það er enn verra“

    Þetta kem­ur fram í nýju viðtali við ráðherra á vett­vangi Spurs­mála. Þar staðfest­ir Logi að hann hafi rætt málið við Sig­ur­jón. Þegar á það er bent í viðtal­inu að Sig­ur­jón hafi ít­rekað um­mæli sín og staðfest þau síðar stend­ur ekki á svör­um: „Það er enn verra.“

    Í viðtal­inu er rætt um fyr­ir­ætlan­ir Loga, sem kynnt­ar voru op­in­ber­lega eft­ir að um­mæli Sig­ur­jóns urðu op­in­ber, um að draga veru­lega úr styrkj­um til tveggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla lands­ins. Full­yrðir Logi að sú ákvörðun hans sé í engu sam­hengi við orð Sig­ur­jóns eða hnútukast for­ystu­fólks Flokks fólks­ins við fjöl­miðla lands­ins á und­an­förn­um vik­um.

    Viðtalið við Loga má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:



    Logi Einarsson og Sigurjón Þórðarson.
    Logi Ein­ars­son og Sig­ur­jón Þórðar­son. Ljós­mynd/​sam­sett mynd
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert