Í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt og þurrt að kalla en lengst af bjart norðaustan til. Það gengur í vaxandi suðaustanátt seinni partinn með rigningu í kvöld, fyrst suðvestan til.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að lægð nálgist landið úr suðvestri og fylgi allhvass vindur og rigning með skilunum.
Á morgun er gert ráð fyrir suðlægri átt 5-13 m/s. Verður rigning með köflum en úrkomuminna fyrir norðan.