Hvessir og fer að rigna

Það rignir víða á landinu þegar líða fer á daginn.
Það rignir víða á landinu þegar líða fer á daginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag verður hæg suðlæg eða breyti­leg átt og þurrt að kalla en lengst af bjart norðaust­an til. Það geng­ur í vax­andi suðaustanátt seinni part­inn með rign­ingu í kvöld, fyrst suðvest­an til.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands seg­ir að lægð nálg­ist landið úr suðvestri og fylgi all­hvass vind­ur og rign­ing með skil­un­um.

Á morg­un er gert ráð fyr­ir suðlægri átt 5-13 m/​s. Verður rign­ing með köfl­um en úr­komum­inna fyr­ir norðan.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert