Ingibjörg: „Tíminn er að renna út“

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Karítas

„Nú reyn­ir á. Verður þessi rík­is­stjórn sú sem tók við út­réttri lausn­ar­hönd frá Jan­usi og gerði ekk­ert,“ spurði Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fjallaði um geðend­ur­hæf­ing­ar­úr­ræðið Jan­us á Alþingi í dag. 

Ingi­björg benti á að stjórn Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar hafi óskað eft­ir form­leg­um samn­ingaviðræðum við VIRK, heil­brigðisráðuneytið, fé­lags- og hús­næðismálaráðuneytið og mennta- og barna­málaráðuneytið í þeim til­gangi að tryggja áfram­hald­andi þverfag­lega end­ur­hæf­ingu fyr­ir ung­menni með flók­inn geðræn­an og fé­lags­leg­an vanda.

Eng­inn nema heil­brigðisráðherra mæl­ir með lok­un Janus­ar

„Það er ljóst að eng­inn mæl­ir með lok­un Janus­ar utan heil­brigðisráðherra, eng­inn. En tug­ir fag­fé­laga, sér­fræðinga, geðlækna og hags­muna­sam­taka og yfir 3.000 ein­stak­ling­ar hafa stigið fram og kraf­ist þess að starf­sem­in haldi áfram. Þetta snýst ekki um rekstr­ar­form. Þetta snýst um rétt­indi. Þetta snýst um lífs­bjarg­andi úrræði sem okk­ar viðkvæm­asti hóp­ur ungs fólks hef­ur þörf fyr­ir,“ sagði Ingi­björg. 

Hún bætti við að for­stjóri VIRK hefði í Kast­ljósþætti ný­verið lýst yfir vilja til sam­starfs um að sinna þess­um hópi áfram. Nú liggi fyr­ir til­boð frá Jan­usi.

„Þau eru reiðubú­in til sam­starfs og leggja fram til­lög­ur til lausn­ar. Það eina sem vant­ar er vilji stjórn­valda til að mæta þessu skrefi og bregðast við í tíma. Við erum að tala um úrræði sem hef­ur í ald­ar­fjórðung skilað ár­angri. Yfir 50% þátt­tak­enda að kom­ast aft­ur út í sam­fé­lagið í nám eða vinnu. Samt er verið að loka þessu úrræði án þess að nokkuð annað sam­bæri­legt komi í staðinn,“ sagði Ingi­björg. 

Skor­ar á ráðherra og þing­menn

„Nú reyn­ir á. Verður þessi rík­is­stjórn sú sem tók við út­réttri lausn­ar­hönd frá Jan­usi og gerði ekk­ert? Mun hún bera ábyrgð á því að úrræði sem bjargað hef­ur manns­líf­um verði lagt niður? Verða viðbrögðin áfram þögn­in ein? Tím­inn er að renna út. Ég skora á ráðherra hér og nú að taka þessa beiðni til form­legr­ar af­greiðslu. Ég skora á þing­menn stjórn­ar­flokka að beita sér. Það er enn hægt að finna lausn­ir og leiðir fyr­ir þenn­an viðkvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins en til þess þarf póli­tísk­an vilja,“ bætti þingmaður­inn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert