Lögreglumaður grunaður um njósnir

Fyrirtækið sem ráðið var til að stunda njósnirnar var að …
Fyrirtækið sem ráðið var til að stunda njósnirnar var að sögn Rúv stofnað af tveimur fyrrverandi lögreglumönnum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðstjóri í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið leyst­ur af vinnu­skyldu þar sem hann er grunaður um að hafa njósnað um fólk gegn greiðslu. Málið, sem á ræt­ur að rekja til 2012, er til rann­sókn­ar hjá rík­is­sak­sókn­ara.

Rúv grein­ir frá því að lög­reglumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu hafi í gær verið leyst­ur und­an vinnu­skyldu eft­ir að lög­reglu­stjóri fékk í hend­urn­ar gögn sem sýndu hann sitja um heim­ili og vinnustaði fólks, elta það og safna um það per­sónu­upp­lýs­ing­um, á meðan hann var við skyldu­störf.

Málið verður til um­fjöll­un­ar í Kveik í kvöld þar sem þetta er sagt vera hlut­ir af leyni­leg­um njósnaaðgerðum árið 2012 sem lög­reglumaður­inn þáði greiðslur fyr­ir, án vit­und­ar yf­ir­manna sinna.

Fyr­ir­tækið sem ráðið var til að stunda njósn­irn­ar var að sögn Rúv stofnað af tveim­ur fyrr­ver­andi lög­reglu­mönn­um.

Lög­reglumaður­inn eigi að baki ára­tuga­fer­il. Hann hafi starfað hjá sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og síðustu ár sem varðstjóri í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar. Hann hafi verið leyst­ur und­an vinnu­skyldu í gær, eft­ir að blaðamenn Kveiks hafi leitað viðbragða frá yf­ir­mönn­um hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert