Góður gangur er í framkvæmdum og allt á áætlun við byggingu íþróttamiðstöðvar í Búðardal. Þessa dagana er verið að reisa burðarvirki hússins þar sem búningsaðstaða og þjónusturými verða.
Grindin að íþróttasalnum er þegar komin. Undir þaki í þessari samstæðu verða 1.335 m2. Svo bætist við útisvæði sundlaugar en byrjað verður að slá upp steypumótum að laugarkerinu eftir nokkrar vikur.
Framkvæmdir þessar hófust í sumarbyrjun í fyrra þegar skólakrakkar í Búðardal tóku fyrstu skóflustunguna. Þetta var nánar tiltekið þann 11. júní 2024, á 30 ára afmælisdegi sveitarfélagsins Dalabyggðar. Samið var við byggingafyrirtækið Eykt um framkvæmdir og miðað er við að allt verði frágengið 4. febrúar á næsta ári. Áætlaður kostnaður er um 1,3 milljarðar króna.
„Bygging íþróttamiðstöðvarinnar er mjög mikilvæg framkvæmd,“ segir Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð. „Hér í Búðardal eru um það bil 100 börn í leik- og grunnskóla og íþróttakennslan fer fram í félagsheimilinu Dalabúð. Sundlaugin er að Laugum í Sælingsdal. Nú mun þetta allt færast hingað í væntanlegt hús hér í Búðardal og styrkja innviði samfélagsins hér.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.