Öskufall í Öskjuhlíð

Reykur og öskufall frá líkbrennslunni í Fossvogi valda íbúum ama. …
Reykur og öskufall frá líkbrennslunni í Fossvogi valda íbúum ama. Forstjóri kirkjugarðanna telur mikilvægt að byggja nýja bálstofu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Íbúar í ná­grenni Foss­vogs­kirkju­g­arðs hafa orðið fyr­ir óþæg­ind­um vegna lík­brennsl­unn­ar sem þar er starf­rækt. Fyr­ir kem­ur að sót ber­ist inn um glugga og setj­ist í glugga­kist­ur. Nú ný­lega hef­ur ástandið verið mjög slæmt og Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur sendi ábend­ingu til kirkju­g­arðanna vegna máls­ins.

Ingvar Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma, seg­ist hafa full­an skiln­ing á þeim óþæg­ind­um sem ösku­fall frá lík­brennsl­unni valdi íbú­um í hverf­inu.

„Það sem gerðist í síðustu viku var að við þurft­um að not­ast við vara­ofn sem er ekki eins góður og aðalofn­inn. Það er orðið mjög brýnt að ákvörðun verði tek­in sem fyrst um að ný bál­stofa með full­nægj­andi meng­un­ar­vörn­um verði byggð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert