„Hef ekkert um þetta mál að segja“

Ragnhildur Sverrisdóttir sttarfar sem upplýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun en starfaði áður …
Ragnhildur Sverrisdóttir sttarfar sem upplýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun en starfaði áður hjá Novator, félagi Björgólfs Thors. Samsett mynd/Kristinn Ingvarsson

Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Novators á ár­un­um 2010–2020, vill ekki tjá sig um frétt­ir þess efn­is að Björgólf­ur Þór Björgólfs­son, vinnu­veit­andi henn­ar og eig­andi Novators, hafi varið tug­um millj­óna í þjón­ustu ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins PPP sem njósnaði um al­menna borg­ara fyr­ir hönd Björgólfs.

„Ég hef ekk­ert um þetta mál að segja. Ég sá þetta í Kveik í gær eins og aðrir lands­menn en hef ekk­ert meira um þetta að segja. Ég er hætt að vinna þarna og tjái mig ekk­ert um þetta,“ seg­ir Ragn­hild­ur spurð um henn­ar sýn á þær upp­lýs­ing­ar sem komu fram í þætt­in­um.

Björgólf­ur er bú­sett­ur í London en ekki hef­ur tek­ist að ná á hann til að tjá sig um fregn­ir af mál­inu.

Þá hef­ur Ró­bert Wessman, sem var einn þeirra sem voru elt­ir af þeim Jóni Ótt­ari Ólafs­syni og Guðmundi Hauki Guðmunds­syni, ekki viljað tjá sig um málið við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert