Byssumaðurinn hafi haldið ferðamanni í gíslingu

Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum …
Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vopnaði maður­inn sem hand­tek­inn var í miðbæn­um um fimmtu­dags­morg­un er sagður hafa frels­is­svipt ferðamann á heim­ili sínu við Hverf­is­götu.

Rík­is­út­varpið grein­ir frá og seg­ir að maður­inn, sem sé um fer­tugt, hafi verið úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald „á grund­velli al­manna­hags­muna“ í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

mbl.is greindi frá því í dag að sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hefði verið kölluð út í morg­un á Hverf­is­götu vegna manns sem var sagður vopnaður skot­vopni í íbúðar­hús­næði.

Engu skoti var hleypt af, að sögn lög­reglu, en maður­inn var hand­tek­inn. Hverf­is­götu, Lind­ar­götu, Vita­stíg og Klapp­ar­stíg var lokað á meðan aðgerðum stóð.

Rík­is­miðill­inn seg­ir heim­ild­ir sín­ar herma að maður­inn hafi haldið er­lend­um ferðamanni í gísl­ingu og grun­ur leik­ur á að maður­inn hafi verið vopnaður byssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert