Allt að 13 stiga hiti

Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig, en aðeins …
Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig, en aðeins svalara við norðurströndina. mbl.is/Karítas

„Dag­ur­inn í dag byrj­ar með vest­lægri átt, 5-13 m/​s. Skýjað og dá­lít­il súld eða rign­ing af og til, en bjart að mestu suðaust­an til.“

Svo seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Eft­ir há­degi snýst hins veg­ar í norðlæga átt og dreg­ur hægt úr vindi. Létt­ir til á vest­an- og sunn­an­verðu land­inu, en áfram verður dá­lít­il væta fyr­ir norðan og aust­an.

Hiti verður á bil­inu 8 til 13 stig, en aðeins sval­ara við norður­strönd­ina.

Á morg­un verður hæg breyti­leg átt og víða bjart og sól­ríkt veður, en skýjað og sums staðar lít­ils­hátt­ar rign­ing á suðaust­an­verðu land­inu.

Hiti verður á bil­inu 9 til 15 stig yfir dag­inn.

Veður­vef­ur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert